Innlent

Krefjast snjóframleiðslu í Bláfjöll

Skíðaráð Reykjavíkur hefur skorað á Reykjavíkurborg, ÍTR og þau stjórnvöld önnur sem koma að rekstri skíðasvæða borgarinnar að koma strax upp snjóframleiðslukerfi.

Ráðið segir almenning orðið langþreyttan á því að ekki sé búið að koma upp snjóframleiðslukerfum á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli og bendir á að skíðafólki sé stórlega mismunað í samanburði við aðrar íþróttagreinar þegar kemur að uppbyggingu á íþróttamannvirkjum.

„Snjóframleiðsla á skíðasvæðunum er forsenda þess að allur almenningur geti lagt stund á skíðaíþróttina hér á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni," segir í lok tilkynningar sem ráðið sendi frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×