Hlýnun jarðar hamlar framförum 6. nóvember 2011 13:37 Mynd/AFP Mynd/Fréttablaðið Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina."Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."Framfarir Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á. Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans. "Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."Misskipting Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum. Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar. Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum. "Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður." Loftslagsmál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Mynd/Fréttablaðið Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna. Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina."Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."Framfarir Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á. Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans. "Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."Misskipting Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum. Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar. Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum. "Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður."
Loftslagsmál Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira