Sveim í svart/hvítu snýr aftur Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. nóvember 2011 10:51 Í kvöld verður dagskráliðurinn Sveim í svart/hvítu endurvakin í tilefni 20 ára afmælis Unglistar. Um er að ræða sýningu nær alda gamalla þöglra kvikmynda þar sem ferskir íslenskir raftónlistarmenn sjá um undirleikinn. Margar þekktar sveitir, sem voru ekki svo þekktar þá, stigu sín fyrstu skref á Sveim í svart/hvítu en dagskráliðurinn var skapaðu í kringum 100 ára afmæli kvikmyndarinnar árið 1995. Þar má nefna Sigur Rós, Biogen og Múm sem ætla að rifja upp kynni sín við hefðina og koma aftur fram á Sveiminu í kvöld. Á dagskrá kvöldsins eru þrjár myndir. The Cabinet of Dr. Caligari frá 1920 sem Múm og sigursveit músíktilrauna í ár Samaris leika undir. Hin frumlega DJ flugvél og geimskip leikur undir súríalísku stuttmyndina Un Chien Andalou sem Salvador Dali gerði. Loks eru það Futuregrapher (ásamt Trouble), Úlfur og tilraunasnúðurinn Pyrodulia sem leika undir hið magnaða meistaraverk Faust. Eins og á alla viðburði Unglistar er frítt inn en herlegheitin hefjast í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20:00. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í kvöld verður dagskráliðurinn Sveim í svart/hvítu endurvakin í tilefni 20 ára afmælis Unglistar. Um er að ræða sýningu nær alda gamalla þöglra kvikmynda þar sem ferskir íslenskir raftónlistarmenn sjá um undirleikinn. Margar þekktar sveitir, sem voru ekki svo þekktar þá, stigu sín fyrstu skref á Sveim í svart/hvítu en dagskráliðurinn var skapaðu í kringum 100 ára afmæli kvikmyndarinnar árið 1995. Þar má nefna Sigur Rós, Biogen og Múm sem ætla að rifja upp kynni sín við hefðina og koma aftur fram á Sveiminu í kvöld. Á dagskrá kvöldsins eru þrjár myndir. The Cabinet of Dr. Caligari frá 1920 sem Múm og sigursveit músíktilrauna í ár Samaris leika undir. Hin frumlega DJ flugvél og geimskip leikur undir súríalísku stuttmyndina Un Chien Andalou sem Salvador Dali gerði. Loks eru það Futuregrapher (ásamt Trouble), Úlfur og tilraunasnúðurinn Pyrodulia sem leika undir hið magnaða meistaraverk Faust. Eins og á alla viðburði Unglistar er frítt inn en herlegheitin hefjast í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20:00.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira