Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 31-27 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. nóvember 2011 15:23 Magnús Einarsson fagnar í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Valur vann kærkominn sigur á HK á heimavelli sínum í kvöld í spennandi og skemmtilegum leik. Valur náði frumkvæðinu á síðustu mínútum fyrir hálfleiks og hélt því út leikinn þó litlu hafi munað að HK kæmist yfir þegar skammt var eftir. Frábær lokasprettur Vals í lok beggja hálfleika lagði grunninn að sigrinum. HK byrjaði leikinn betur og var fjórum mörkum yfir, 10-6, þegar tólf mínútur voru til hálfleik og Valur tók leikhlé. Valur skoraði tíu mörk gegn fjórum fram að leikhlé og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Á þessum leikkafla var vörn Vals frábær og Finnur Ingi fór á kostum í hægri skyttunni á meðan ekkert gekk hjá HK. Valur hélt frumkvæðinu allan seinni hálfleikinn en HK var aldrei langt undan. HK gerði atlögu að Val þegar skammt var eftir og náðu að jafna metin 27-27 þegar þrjár mínútur voru leiksloka. Þrátt fyrri að Orri Freyr línumaður Vals fengi tveggja mínútna brottvísun þegar ein og hálf mínúta var eftir náði Valur að skora fjögur síðustu mörk leiksins og tryggja sér dýrmætan sigur. Valur er nú með sex stig, þremur stigum á eftir HK í fjórða sæti þó liðið hafi verið að landa sínum fyrsta sigri frá því í annarri umferð. Það má því alls ekki dæma Valsmenn úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og ljóst að sex til sjö lið geta gert atlögu að sætunum fjórum sem allir vilja lenda í. Óskar Bjarni: Heilsteyptur leikurÚr leiknum í kvöld.Mynd/Anton„Það er alltaf erfitt að tapa og þetta var erfið hrina af því að fyrir utan síðasta leik vorum við búnir að vera að spila ágætlega nema þegar sóknin var góð var vörnin léleg. Í dag náðu við öllum nema hlaupunum aftur í fyrri hálfleik. Við spiluðum heilsteyptan leik," sagði Óskar Bjarni þjálfari Vals sem snéri leiknum þegar hann tók leikhlé í stöðunni 10-6 en sjö af tíu fyrstu mörkum HK voru úr hraðaupphlaupum. „Við vorum letingjar að hlaupa ekki til baka. Það er skrítið að segja að hafa við höfum spilað frábæra vörn í fyrri hálfleik þegar við fengum á okkur 14 mörk." Það var mikið í húfi hjá Val sem hefði nánast verið úr leik í toppbaráttunni með tapi og það sást á leikmönnum liðsins sem gáfu sig alla í verkefnið. „Ef menn eru íþróttamenn þurfa þeir að koma og sýna úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir koma í svona leik. HK er með frábært lið, líklega með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar, með Ólaf Bjarka sem er einn besti leikmaður deildarinnar og með tvo frábæra þjálfara. Þetta var erfið glíma en gott að ná að klára, það hefur vantað hjá okkur." „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera að hugsa út í toppbaráttuna. Við erum með þannig lið að við þurfum að hugsa um eina vörn í einu. Við hugsum ekkert um úrslitakeppnina. Við ráðum engan vegin við það. Við þurfum að ná varnarleiknum og spila vel á báðum endum vallarins. Kannski náðist besta jafnvægið í skiptingar hjá okkur í kvöld. Ég hef verið lengi að finna taktinn í því, það hefur verið erfitt." Það fór óneitanlega um Óskar Bjarna þegar Orri Freyr var rekinn útaf í lokin. „Við náðum að spila þann kafla vel. Við náðum að klára þetta núna. Við höfum oft verið grátlega nálægt því og misst þetta en núna tókst okkur að vinna og maður er stressaður allan tímann. Þó það sé fimm sekúndur eftir og við tveimur yfir, þá er ég ennþá stressaður," sagði Óskar Bjarni. Kristinn: Þeir áttu skilið að vinnaVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK.Mynd/Valli„Þeir voru bara betri," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK eftir tapið gegn Val í kvöld. „Við eigum í miklum erfiðleikum eftir að staðan var 10-6 og þeir taka leikhlé. Eftir það lendum við í miklum erfiðleikum varnarlega. Við látum leysa vörnina okkar allt of auðveldlega og þegar við náum að þétta þá bilar einn og einn hlekkur. Við létum þetta fara allt of mikið í taugarnar á okkur og náðum ekki að laga þetta," sagði Kristinn en HK komst engu að síður nálægt því að fá eitthvað út úr leiknum. „Við komumst í mikinn séns í lokin og hendum því klaufalega frá okkur. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik. Þeir voru ákveðnari í öllum aðgerðum, skipulagðari og betri." „Við þurfum að útfæra betur hvernig við ætlum að keyra í bakið á liðunum. Við náum ekki að gera það nógu vel í seinni hálfleik. Þeir voru vel undirbúnir og vel skipulagðir og það er erfitt að standa vörn á móti liði sem er skynsamt og allir eru heitir. Við djöfluðumst og reyndum og það munaði litlu að það gengi í dag." „Það sem þú tekur út úr svona leik er að læra af honum og gera betur í næsta leik og leikjunum þar á eftir. Við þurfum að vera klókir og gera það. Við erum fúlir í kvöld og fram að hádegi á morgun en svo horfum við til næsta leiks," sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Valur vann kærkominn sigur á HK á heimavelli sínum í kvöld í spennandi og skemmtilegum leik. Valur náði frumkvæðinu á síðustu mínútum fyrir hálfleiks og hélt því út leikinn þó litlu hafi munað að HK kæmist yfir þegar skammt var eftir. Frábær lokasprettur Vals í lok beggja hálfleika lagði grunninn að sigrinum. HK byrjaði leikinn betur og var fjórum mörkum yfir, 10-6, þegar tólf mínútur voru til hálfleik og Valur tók leikhlé. Valur skoraði tíu mörk gegn fjórum fram að leikhlé og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik 16-14. Á þessum leikkafla var vörn Vals frábær og Finnur Ingi fór á kostum í hægri skyttunni á meðan ekkert gekk hjá HK. Valur hélt frumkvæðinu allan seinni hálfleikinn en HK var aldrei langt undan. HK gerði atlögu að Val þegar skammt var eftir og náðu að jafna metin 27-27 þegar þrjár mínútur voru leiksloka. Þrátt fyrri að Orri Freyr línumaður Vals fengi tveggja mínútna brottvísun þegar ein og hálf mínúta var eftir náði Valur að skora fjögur síðustu mörk leiksins og tryggja sér dýrmætan sigur. Valur er nú með sex stig, þremur stigum á eftir HK í fjórða sæti þó liðið hafi verið að landa sínum fyrsta sigri frá því í annarri umferð. Það má því alls ekki dæma Valsmenn úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og ljóst að sex til sjö lið geta gert atlögu að sætunum fjórum sem allir vilja lenda í. Óskar Bjarni: Heilsteyptur leikurÚr leiknum í kvöld.Mynd/Anton„Það er alltaf erfitt að tapa og þetta var erfið hrina af því að fyrir utan síðasta leik vorum við búnir að vera að spila ágætlega nema þegar sóknin var góð var vörnin léleg. Í dag náðu við öllum nema hlaupunum aftur í fyrri hálfleik. Við spiluðum heilsteyptan leik," sagði Óskar Bjarni þjálfari Vals sem snéri leiknum þegar hann tók leikhlé í stöðunni 10-6 en sjö af tíu fyrstu mörkum HK voru úr hraðaupphlaupum. „Við vorum letingjar að hlaupa ekki til baka. Það er skrítið að segja að hafa við höfum spilað frábæra vörn í fyrri hálfleik þegar við fengum á okkur 14 mörk." Það var mikið í húfi hjá Val sem hefði nánast verið úr leik í toppbaráttunni með tapi og það sást á leikmönnum liðsins sem gáfu sig alla í verkefnið. „Ef menn eru íþróttamenn þurfa þeir að koma og sýna úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir koma í svona leik. HK er með frábært lið, líklega með eitt skemmtilegasta lið deildarinnar, með Ólaf Bjarka sem er einn besti leikmaður deildarinnar og með tvo frábæra þjálfara. Þetta var erfið glíma en gott að ná að klára, það hefur vantað hjá okkur." „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera að hugsa út í toppbaráttuna. Við erum með þannig lið að við þurfum að hugsa um eina vörn í einu. Við hugsum ekkert um úrslitakeppnina. Við ráðum engan vegin við það. Við þurfum að ná varnarleiknum og spila vel á báðum endum vallarins. Kannski náðist besta jafnvægið í skiptingar hjá okkur í kvöld. Ég hef verið lengi að finna taktinn í því, það hefur verið erfitt." Það fór óneitanlega um Óskar Bjarna þegar Orri Freyr var rekinn útaf í lokin. „Við náðum að spila þann kafla vel. Við náðum að klára þetta núna. Við höfum oft verið grátlega nálægt því og misst þetta en núna tókst okkur að vinna og maður er stressaður allan tímann. Þó það sé fimm sekúndur eftir og við tveimur yfir, þá er ég ennþá stressaður," sagði Óskar Bjarni. Kristinn: Þeir áttu skilið að vinnaVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK.Mynd/Valli„Þeir voru bara betri," sagði Kristinn Guðmundsson þjálfari HK eftir tapið gegn Val í kvöld. „Við eigum í miklum erfiðleikum eftir að staðan var 10-6 og þeir taka leikhlé. Eftir það lendum við í miklum erfiðleikum varnarlega. Við látum leysa vörnina okkar allt of auðveldlega og þegar við náum að þétta þá bilar einn og einn hlekkur. Við létum þetta fara allt of mikið í taugarnar á okkur og náðum ekki að laga þetta," sagði Kristinn en HK komst engu að síður nálægt því að fá eitthvað út úr leiknum. „Við komumst í mikinn séns í lokin og hendum því klaufalega frá okkur. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik. Þeir voru ákveðnari í öllum aðgerðum, skipulagðari og betri." „Við þurfum að útfæra betur hvernig við ætlum að keyra í bakið á liðunum. Við náum ekki að gera það nógu vel í seinni hálfleik. Þeir voru vel undirbúnir og vel skipulagðir og það er erfitt að standa vörn á móti liði sem er skynsamt og allir eru heitir. Við djöfluðumst og reyndum og það munaði litlu að það gengi í dag." „Það sem þú tekur út úr svona leik er að læra af honum og gera betur í næsta leik og leikjunum þar á eftir. Við þurfum að vera klókir og gera það. Við erum fúlir í kvöld og fram að hádegi á morgun en svo horfum við til næsta leiks," sagði Kristinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira