Innlent

Veist þú um fallega jólaskreytingu? Láttu Orkuveituna vita

Jólaskraut í garðinum er nauðsynlegt til að fullkomna jólaandann.
Jólaskraut í garðinum er nauðsynlegt til að fullkomna jólaandann. mynd/valgarður gíslason
Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilnefningum almennings á fegurstu, smekklegustu og snotrustu jólaskreytingum á íbúðarhúsum og fyrirtækjum. Fyrirtækið hefur um árabil veitt viðurkenningar fyrir fallegustu skreytingarnar en það eru húseigendur eða íbúar eftir atvikum sem viðurkenninguna.

Sveitarfélögin sem rafmagnsveita Orkuveitunnar nær til eru Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Akranes.

Tilnefningunum má koma áleiðis í gegnum heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur, or.is.

Hér eru tenglar á fréttir af viðurkenningum fyrir árin 2009, 2008 og 2007.

Ljósmyndir af húseignum vinningshafanna fylgja og því hægt að sækja sér þangað hugmyndir að skreytingum nú á aðventunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×