Körfubolti

NBA-deildin ætlar að troða Stjörnuleiknum inn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Kobe Bryant.
LeBron James og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty
NBA-deildin fer væntanlega af stað á jóladag eftir að eigendur og leikmenn náðu óvænt saman um helgina. Deildin fer 55 dögum of seint og stað og forráðamenn NBA-deildarinnar verða því að troða 66 leikjum niður á fimm mánuði.

Þrátt fyrir þessa tveggja mánaða töf þá ætla NBA-deildin samt sem áður að halda sinn árlega stjörnuleik sem að þessu sinni fer fram í Orlando á Flórída. Stjörnuleikshátíðin hefur heppnast vel undanfarin ár og þykir mörgum hún vera ómissandi hluti að NBA.

Buddy Dyer, borgarstjóri Orlando, fagnaði því að Stjörnuleikurinn fari fram en taldi jafnframt að NBA skuldaði Orlando annan stjörnuleik þar sem að þetta er ekki fullt tímabil og það verða allt aðrar kringumstæður um leikinn en áður.

Dyer vill að leikurinn fari því aftur fram í Orlando árið 2014 eða 2015 en árið 2013 mun Stjörnuleikshátíðin fara fram í Houston.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×