Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tékkland 33-30 Stefán Árni Pálsson í Vodafonehöllinni skrifar 26. nóvember 2011 11:17 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira