Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Karl Lúðvíksson skrifar 8. desember 2011 09:18 Orri Vigfússon formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, ritar grein í Fréttablaðið í gærdag um fyrirætlanir Landsvirkjunar í Þjórsá: Víðsjárverð í virkjun:Í nýlegri blaðagrein hefur forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, greint frá því að hugmynd þeirra Landsvirkjunarmanna sé að kaupa upp netalagnir og hlunnindi nokkurra bænda við Þjórsá og telur hann sig síðan getað ráðskast með og gjörbreytt öllu vistkerfi Þjórsár. Þetta fullyrði ég að stríði gegn gildandi lögum, reglum og almennu siðferði. Um veiðirétt á Íslandi gilda margvísleg lög sem verið væri að brjóta ef þessar hugmyndir gengju eftir og ber fyrst að nefna lög um lax- og silungsveiði. Veiðirétturinn er eins og önnur hlunnindi, lögvarin eignarréttindi sem stjórnarskrá landsins stendur vörð um. Veiðiréttinn og önnur hlunnindi er ekki hægt að selja frá jörðum og hefur svo lengi verið. Markmið laganna er að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna þar og verndun þeirra. Fréttina má lesa hér: https://svfr.is/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0&NewsID=4e9b0d9b-4387-45ed-807f-41c22a6bbbd2 Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði
Orri Vigfússon formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, ritar grein í Fréttablaðið í gærdag um fyrirætlanir Landsvirkjunar í Þjórsá: Víðsjárverð í virkjun:Í nýlegri blaðagrein hefur forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, greint frá því að hugmynd þeirra Landsvirkjunarmanna sé að kaupa upp netalagnir og hlunnindi nokkurra bænda við Þjórsá og telur hann sig síðan getað ráðskast með og gjörbreytt öllu vistkerfi Þjórsár. Þetta fullyrði ég að stríði gegn gildandi lögum, reglum og almennu siðferði. Um veiðirétt á Íslandi gilda margvísleg lög sem verið væri að brjóta ef þessar hugmyndir gengju eftir og ber fyrst að nefna lög um lax- og silungsveiði. Veiðirétturinn er eins og önnur hlunnindi, lögvarin eignarréttindi sem stjórnarskrá landsins stendur vörð um. Veiðiréttinn og önnur hlunnindi er ekki hægt að selja frá jörðum og hefur svo lengi verið. Markmið laganna er að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna þar og verndun þeirra. Fréttina má lesa hér: https://svfr.is/?pageid=4bddca66-3009-46d9-adf3-0146343b2cb0&NewsID=4e9b0d9b-4387-45ed-807f-41c22a6bbbd2 Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði