Erlent

Grundvallarbreytingar á lífríki heimsskautasvæðanna

Vísindagögn sem safnað hefur verið saman á undanförnum árum sýna að hlýnun jarðar frá árinu 2006 hefur valdið grundvallarbreytingum á lífríkinu á heimskautassvæðunum.

Ísinn við bæði Norður- og Suðurpólinn minnkar stöðugt og þynnist. Þessi hlýnun hefur þau áhrif að smádýrum á borð við svif og átu fjölgar verulega en stærri dýr eins og ísbirnir og rostungar séu í útrýmingarhættu.

Hlýnunin hefur einnig veruleg áhrif á veðurfarið í heiminum og veldur m.a. afbirgðilegum vetrarstormum æ sunnar í Evrópu eins og gerðist á síðasta vetri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×