Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 19. desember 2011 10:00 Lax þreyttur í Eyjakrókum í Breiðdalsá Nú hefur verið gengið frá nýjum 10 ára samningi um veiðirétt í Breiðdalsá við Veiðifélag Breiðdæla og er ánægjulegt að geta horft svo langt fram á veginn þar enda hefur gífurlegt uppbyggingarstarf verið framkvæmt þar undanfarin ár og áin sannað sig sem ein af bestu laxveiðiám landsins. Samstarfið hefur gengið vel við veiðifélagið og er öllum til hagsbóta á svæðinu. Einnig er Veiðiþjónustan Strengir landeigandi að jörðinni Eyjar og veiðihúsið þar er eign Strengja og er öllum hlutaðeigandi til sóma eins og þeir geta vitnað um sem gist hafa þar. Það eru góðar fréttir fyrir þá sem veiða í Breiðdalsá að sjá fram á 10 ára samning sem gerir það vonandi að verkum að verðið verði nokkuð jafnt næstu árin, þó að það megi gera ráð fyrir vísitöluhækkunum. En það er langur vegur frá þeim hækkunum sem eru framundan og hafa orðið, sbr. Þverá og Laxá í Ásum. Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði
Nú hefur verið gengið frá nýjum 10 ára samningi um veiðirétt í Breiðdalsá við Veiðifélag Breiðdæla og er ánægjulegt að geta horft svo langt fram á veginn þar enda hefur gífurlegt uppbyggingarstarf verið framkvæmt þar undanfarin ár og áin sannað sig sem ein af bestu laxveiðiám landsins. Samstarfið hefur gengið vel við veiðifélagið og er öllum til hagsbóta á svæðinu. Einnig er Veiðiþjónustan Strengir landeigandi að jörðinni Eyjar og veiðihúsið þar er eign Strengja og er öllum hlutaðeigandi til sóma eins og þeir geta vitnað um sem gist hafa þar. Það eru góðar fréttir fyrir þá sem veiða í Breiðdalsá að sjá fram á 10 ára samning sem gerir það vonandi að verkum að verðið verði nokkuð jafnt næstu árin, þó að það megi gera ráð fyrir vísitöluhækkunum. En það er langur vegur frá þeim hækkunum sem eru framundan og hafa orðið, sbr. Þverá og Laxá í Ásum.
Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði