Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-20 Kristinn Páll Teitsson í DB Schenkenhalle skrifar 15. desember 2011 11:17 Gylfi Gylfason. Mynd/Stefán Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira