Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-20 Kristinn Páll Teitsson í DB Schenkenhalle skrifar 15. desember 2011 11:17 Gylfi Gylfason. Mynd/Stefán Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira