Fótbolti

Fimmti leikurinn í röð án sigurs hjá FCK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FC Kaupmannahöfn náði ekki að enda á sigri í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kövld það var þegar ljóst fyrir lokaumferðina að FCK sæti eftir í B-riðlinum og að Standard Liege og Hannover 96 færu í sextán liða úrslitin. FCK tapaði 0-1 á heimavelli á móti belgíska félaginu Standard Liega.

FC Kaupmannahöfn vann fyrsta leikinn sinn í riðlinum á móti Vorskla Poltava en náði síðan bara í tvö stig til viðbótar í síðustu fimm leikjum sínum í riðlinum.

Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn í miðri vörn FCK en Michy Batshuayi skoraði sigurmark Standard Liege á 31. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×