Körfubolti

Nýtt Kobe-Shaq mál að gerjast í Oklahoma City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Westbrook og Kevin Durant.
Russell Westbrook og Kevin Durant. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það ætlaði allt að sjóða upp úr á milli tveggja stjörnuleikmanna Oklahoma City Thunder í leik liðanna í nótt og NBA-spekingar eru farnir að velta því fyrir sér hvort framtíð þeirra Russell Westbrook og Kevin Durant saman sé í uppnámi. Deilur liðsfélaganna fara fljótlega að minna á stirt samband milli Kobe Bryant og Shaquille O´Neal hjá Los Angeles Lakers fyrir nokkrum árum.

Russell Westbrook og Kevin Durant eru þrátt fyrir ungan aldur komnir í hóp stjörnuleikmanna NBA-deildarinnar og lið þeirra Oklahoma City Thunder þykir líklegt til afreka á þessu tímabili nema ef kapparnir hætta að gera spilað saman.

Það þurfti nefnilega að skilja þá Westbrook og Durant að í miðjum leik Oklahoma City í nótt en liðið vann þá 98-95 sigur á Memphis Grizzlies. Sökin virðist liggja einu sinni sem oftar hjá Westbrook sem var óhemju pirraður í nótt og klikkaði meðal annars á öllum þrettán skotum sínum í leiknum.

Þetta byrjaði allt í öðrum leikhlutanum þegar Westbrook öskraði á liðsfélaga sinn Thabo Sefolosha eftir að Sefolosha hætti við að skjóta þriggja stiga skoti. Kevin Durant og Kendrick Perkins reyndu báðir að róa Westbrook strax á eftir og í næsta leikhléi hélt Durant áfram að tala við Westbrook. Það endaði allt með því að þeir voru farnir að öskra á hvorn annan og það þurfti að lokum að skilja þá að.

„Við erum stundum ósammála og ég hef sagt það áður. Ég styð 110 prósent við bakið á honum og hann styður 110 prósent við bakið á mér. Það sást þegar við fórum aftur inn á völlinn og kláruðum leikinn," sagði Kevin Durant sem skoraði 32 stig í leiknum en Westbrook vildi hinsvegar ekki tala við fjölmiðla eftir leikinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×