Körfubolti

Charlotte - Miami í beinni á NBA TV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James og Dwyane Wade, leikmenn Miami.
LeBron James og Dwyane Wade, leikmenn Miami. Nordic Photos / Getty Images
NBA TV sjónvarpsrásin á fjölvarpi Stöðvar 2 verður með beina útsendingu frá viðureign Charlotte Bobcats og Miami Heat í NBA-deildinni á miðnætti í kvöld.

Leikurinn hefst á miðnætti en þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um NBA-körfuboltann að kynnast meistaraefnunum í Miami aðeins betur og ekki síst nýliðanum Norris Cole sem hefur slegið í gegn í fyrstu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu.

Miami vann í nótt góðan sigur á Boston Celtics þar sem þríeykið James, Wade og Bosh skilaði flottum tölum sem og Cole sem var frábær í fjórða leikhluta.

Charlotte hefur spilað einn leik á tímabilinu og vann þá Milwaukee, 96-95. Nýliðinn Kemba Walker skoraði þrettán stig í frumraun sinni í NBA-deildinni en stigahæstur var DJ Augustin með nítján stig.

Miami vann alla fjóra leiki þessara liða á tímabilinu í fyrra. Áhugasömum er bent á bloggsíðuna NBA Ísland.

Þess má geta að viðureign Denver og Portland verður í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 03.00 aðfaranótt föstudags. Nánar um dagskrána hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×