Donald kylfingur ársins á Bretlandseyjum | Clarke og McIllroy jafnir Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 06:00 Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum. AP Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. Það skiptir mig verulegu máli að þeir sem fjalla um golfíþróttina hafi þessa skoðun á mér sem kylfing. Ég er ánægður með þessa viðurkenningu," sagði Donald sem náði þeim árangri að vera efstur á peningalista á tveimur sterkustu atvinnumótaröðum heims. PGA í Bandaríkjunum og Evrópumótaröðinni. Athygli vekur að hann lék aðeins á 13 mótum á Evrópumótaröðinni. Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu en þetta var í 20. sinn sem hann tók þátt á því stórmóti. McIlroy sigraði á opna bandaríska meistaramótnu og varð þar með yngsti sigurvegarinn á því móti frá árinu 1923. Donald mun fá viðurkenninguna afhenta í júlí á næsta ári þegar opna breska meistaramótið fer fram á Royal Lytham vellinum. Golfíþróttafréttamenn hafa staðið að þessu kjöri frá árinu 1951. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. Það skiptir mig verulegu máli að þeir sem fjalla um golfíþróttina hafi þessa skoðun á mér sem kylfing. Ég er ánægður með þessa viðurkenningu," sagði Donald sem náði þeim árangri að vera efstur á peningalista á tveimur sterkustu atvinnumótaröðum heims. PGA í Bandaríkjunum og Evrópumótaröðinni. Athygli vekur að hann lék aðeins á 13 mótum á Evrópumótaröðinni. Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu en þetta var í 20. sinn sem hann tók þátt á því stórmóti. McIlroy sigraði á opna bandaríska meistaramótnu og varð þar með yngsti sigurvegarinn á því móti frá árinu 1923. Donald mun fá viðurkenninguna afhenta í júlí á næsta ári þegar opna breska meistaramótið fer fram á Royal Lytham vellinum. Golfíþróttafréttamenn hafa staðið að þessu kjöri frá árinu 1951.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira