Skapar það vandamál þegar stórir bankar selja bensín? Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. desember 2011 09:00 Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka á fyrirtæki í samkeppni hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Í viðtalinu fór Hermann yfir þær breytingar sem hefðu orðið á fyrirtækinu á liðnum árum, vanda eigandanna sem misstu það í faðm bankanna og frumlegar tilraunir til að keppa í smásölu bóka fyrir jólin, svo eitthvað sé nefnt. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu fjölmargra lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti hlut í N1 fyrr á þessu ári. Nú hefur sjóðurinn gert tilboð í hlut Arion banka í fyrirtækinu, en Hermann segir að niðurstaða úr því ætti að liggja fyrir áður en árið er úti. Nokkrar stórar áskoranir blasa við fyrirtækinu á nýju ári. Annars vegar skráning í Kauphöll, en fátt getur staðið í vegi fyrir að það verði að veruleika. Þá má nefna vaxandi framboð á nýjum vörum, en bensín og olía verða sífellt minni sneið í tekjustofni fyrirtækisins. Fyrirtæki eins og N1 þurfa einnig að búa sig undir að umhverfisvænir orkugjafar ráði vali neytenda. Þá útskýrir Hermann í viðtalinu hvers vegna N1 hafi valið sér það nafn, en ekki eitthvað annað þegar nafn Olíufélagsins ESSO var lagt til hliðar á sínum tíma. Hermann fer yfir eignarhald og sviptingar hjá N1 í myndskeiði sem sjá má hér ofar. Sjá má viðtalið í heild sinni hér. Klinkið Tengdar fréttir N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka á fyrirtæki í samkeppni hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Í viðtalinu fór Hermann yfir þær breytingar sem hefðu orðið á fyrirtækinu á liðnum árum, vanda eigandanna sem misstu það í faðm bankanna og frumlegar tilraunir til að keppa í smásölu bóka fyrir jólin, svo eitthvað sé nefnt. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu fjölmargra lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti hlut í N1 fyrr á þessu ári. Nú hefur sjóðurinn gert tilboð í hlut Arion banka í fyrirtækinu, en Hermann segir að niðurstaða úr því ætti að liggja fyrir áður en árið er úti. Nokkrar stórar áskoranir blasa við fyrirtækinu á nýju ári. Annars vegar skráning í Kauphöll, en fátt getur staðið í vegi fyrir að það verði að veruleika. Þá má nefna vaxandi framboð á nýjum vörum, en bensín og olía verða sífellt minni sneið í tekjustofni fyrirtækisins. Fyrirtæki eins og N1 þurfa einnig að búa sig undir að umhverfisvænir orkugjafar ráði vali neytenda. Þá útskýrir Hermann í viðtalinu hvers vegna N1 hafi valið sér það nafn, en ekki eitthvað annað þegar nafn Olíufélagsins ESSO var lagt til hliðar á sínum tíma. Hermann fer yfir eignarhald og sviptingar hjá N1 í myndskeiði sem sjá má hér ofar. Sjá má viðtalið í heild sinni hér.
Klinkið Tengdar fréttir N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00