Sterk rök fyrir því að semja um Icesave 12. janúar 2011 06:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur. fréttablaðið/vilhelm Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. Þetta er álit Seðlabankans. Kemur það fram í umsögn hans um frumvarp til laga um nýja samninginn. Seðlabankinn telur að bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði vegi upp á móti efnahagslegu óvissunni. Tekur hann jafnframt tillit til þess að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag, kæmi málið til kasta hans. Fjárlaganefnd Alþingis fundar um Icesave-samninginn í dag, á morgun og á mánudag. Á fundunum verður farið yfir efnisatriði hans, álit umsagnaraðila rædd og þeir kallaðir til frekara skrafs. Seðlabankinn fjallar um óvissu forsendna nýja samningsins vegna gengis gjaldmiðla. Gengishækkun krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif en áhrif gengislækkunar umfram tíu prósent séu veruleg. Segir að helst væri að vænta mikillar gengislækkunar ef Seðlabankinn missir tökin á verðbólgunni. Takist honum hins vegar að halda verðbólgu nálægt markmiðum séu hverfandi líkur á mjög mikilli gengislækkun. Að gefnum tilteknum forsendum telur Seðlabankinn mun líklegra að á komandi árum muni raungengi hækka en að það muni lækka. Jafnframt er fjallað um áhættuna af breytingum á innbyrðis gengi punds og evru. Ekkert sé fast í hendi en þróun síðustu ára og vísbendingar til framtíðar gefi tilefni til að ætla að tiltölulega lítil hætta sé á miklum breytingum þar á. Í umsögn Alþýðusambands Íslands segir að Alþingi verði að ljúka Icesave sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og atvinnusköpunar og stuðla að frekari vaxtalækkun. Telur sambandið nýjan samning geta stuðlað að því. Samband íslenskra sveitarfélaga kveðst í sinni umsögn ekki taka afstöðu til frumvarpsins. Engu að síður bendir það á að þrátt fyrir hagstæðari niðurstöðu en í fyrri samningum felist í henni veruleg skuldbinding af hálfu ríkissjóðs sem kunni að hafa áhrif á fjárlög. Væntanleg aukin skattheimta ríkisins til að standa undir þeim skuldbindingum minnki enn meir svigrúm sveitarfélaga til skattheimtu en þegar er orðið. bjorn@frettabladid.is Icesave Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær. Þetta er álit Seðlabankans. Kemur það fram í umsögn hans um frumvarp til laga um nýja samninginn. Seðlabankinn telur að bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði vegi upp á móti efnahagslegu óvissunni. Tekur hann jafnframt tillit til þess að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag, kæmi málið til kasta hans. Fjárlaganefnd Alþingis fundar um Icesave-samninginn í dag, á morgun og á mánudag. Á fundunum verður farið yfir efnisatriði hans, álit umsagnaraðila rædd og þeir kallaðir til frekara skrafs. Seðlabankinn fjallar um óvissu forsendna nýja samningsins vegna gengis gjaldmiðla. Gengishækkun krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif en áhrif gengislækkunar umfram tíu prósent séu veruleg. Segir að helst væri að vænta mikillar gengislækkunar ef Seðlabankinn missir tökin á verðbólgunni. Takist honum hins vegar að halda verðbólgu nálægt markmiðum séu hverfandi líkur á mjög mikilli gengislækkun. Að gefnum tilteknum forsendum telur Seðlabankinn mun líklegra að á komandi árum muni raungengi hækka en að það muni lækka. Jafnframt er fjallað um áhættuna af breytingum á innbyrðis gengi punds og evru. Ekkert sé fast í hendi en þróun síðustu ára og vísbendingar til framtíðar gefi tilefni til að ætla að tiltölulega lítil hætta sé á miklum breytingum þar á. Í umsögn Alþýðusambands Íslands segir að Alþingi verði að ljúka Icesave sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og atvinnusköpunar og stuðla að frekari vaxtalækkun. Telur sambandið nýjan samning geta stuðlað að því. Samband íslenskra sveitarfélaga kveðst í sinni umsögn ekki taka afstöðu til frumvarpsins. Engu að síður bendir það á að þrátt fyrir hagstæðari niðurstöðu en í fyrri samningum felist í henni veruleg skuldbinding af hálfu ríkissjóðs sem kunni að hafa áhrif á fjárlög. Væntanleg aukin skattheimta ríkisins til að standa undir þeim skuldbindingum minnki enn meir svigrúm sveitarfélaga til skattheimtu en þegar er orðið. bjorn@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira