Körfubolti

Andrei Kirilenko orðinn bandarískur ríkisborgari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrei Kirilenko og  Deron Williams eru tvær af stærstu stjörnum Utah-liðsins.
Andrei Kirilenko og Deron Williams eru tvær af stærstu stjörnum Utah-liðsins. Mynd/AP
Andrei Kirilenko, leikmaður Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubola, fékk í gær bandarískt ríkisfang ásamt konu sinni Mashu en tveir synir þeirra, Theodore og Stepan, sem fæddust í Bandaríkjunum, eru einnig orðnir bandarískir ríkisborgarar.

Andrei Kirilenko og Masha stóðust bæði öll nauðsynleg próf á mánudaginn en hann hefur spilað í bandarísku NBA-deildinni undanfarin tíu ár. Kirilenko er 206 sm framherji sem hefur allan tímann spilað með liði Utah Jazz. Hann fæddist í Izhevsk í Rússlandi árið 1981.

Hjónin hafa einnig ættleitt rússneska stelpu, Alexandru, en hún er ekki orðinn bandarískur ríkkisborgari og þarf því að reglulega að endurnýja vegabréfsáritun sína. Alexandra fæddist í Rússlandi og getur aðeins verið í Bandaríkjunum í sex mánuði í einu.

Kirilenko hefur ekki spilað með rússneska landsliðinu á undanförnum tveimur stórmótum en hann var síðast með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Andrei neitaði að vera með Rússum á bæði EM 2009 og á HM 2010.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×