Fótbolti

Ronaldinho kominn til Brasilíu

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Mér þykir leiðinlegt að við náðum ekki því besta út úr honum. Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður heims og ég bjóst við góðu ári hjá honum," segir Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, um brasilíska leikmanninn Ronaldinho.

Ronaldinho er farinn til Brasilíu þar sem hann er að hefja viðræður við lið Gremio ásamt umboðsmanni sínum og fulltrúa frá Milan. Flamengo and Palmeiras bíða einnig átekta en líklegast er talið að hann semji við Gremio.

„Hann er enn leikmaður Milan og fer aftur til félagsins ef samningar nást ekki í Brasilíu. Við útilokum ekkert," segir umboðsmaður Ronaldinho.

Annars er það að frétta úr herbúðum AC Milan að nýjasti leikmaður liðsins, sóknarmaðurinn Antonio Cassano, er að jafna sig af meiðslum og segir Allegri að hann verði með gegn Cagliari þann 6. janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×