Starfslokasamingur sparisjóðsstjóra: „Það á að taka mig af lífi" SB skrifar 1. febrúar 2011 11:52 Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, segir fréttir um starfslokasamning sinn hjá Sparisjóði Keflavíkur opinbera aftöku. Honum hafi verið stillt upp við vegg og fréttirnar skaði bæði hann og hans fjölskyldu. „Það virðist vera bein lína úr sparisjóðnum inn í sjónvarp og þar eru fréttir í upphrópunarstíl. Þetta er opinber aftaka sem á að fara fram á mér og minni fjölskyldu," segir Geirmundur. Geirmundur Kristinsson lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009. Í frétt Rúv í gærkvöldi kom fram að upphaflegur starfslokasamningur Geirmundur hafi vakið furðu og hneykslan og verið breytt. Í samningnum hafi verið ákvæði um að 60 milljón króna skuld sonar Geirmundar yrði afskrifuð og flutt í einkahlutafélag, hann myndi fá 6 mánaða laun í eingreiðslu þegar hann léti af störfum, honum yrði greiddur ferðakostnaður vegna afmælis síns og starfa áfram við hlið nýs sparissjóðsstjóra til áramóta á fullum launum. Kristján Gunnarsson, verkalýðsforingi á Suðurnesjum, sagði í fréttunum í gær að það hefði verið yfirsjón að skrifa undir samninginn, hann hefði ekki lesið hann og þegar hann hafi komist að efni hans hafi samningurinn verið leiðréttur. Geirmundur segir mikilvægt að halda því til haga að sá samningur sem talað hafi verið um í fréttum Rúv hafi aðeins verið drög að samningi. „Þetta voru drög að samningi og mér finnst mjög undarlegt að birta slík drög í fréttum." Spurður út í hvort rétt sé að hann hafi farið fram á afskriftir á skuld sonar síns segir Geirmundur: „Ég get ekki neitað því sem kemur fram í þessum drögum. En ég get staðfest að slíkt ákvæði er ekki í mínum starfslokasamningi í dag." Geirmundur segir fréttirnar beinast að hans persónu. „Það á að taka mig af lífi og það er búið að því." Hann segist vilja bíða með að tjá sig nákvæmlega um efnisatriði málsins þar til hann hafi leitað sér lögfræðiaðstoðar: „Ég vil bara fá að vera í friði með minni fjölskyldu." Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, segir fréttir um starfslokasamning sinn hjá Sparisjóði Keflavíkur opinbera aftöku. Honum hafi verið stillt upp við vegg og fréttirnar skaði bæði hann og hans fjölskyldu. „Það virðist vera bein lína úr sparisjóðnum inn í sjónvarp og þar eru fréttir í upphrópunarstíl. Þetta er opinber aftaka sem á að fara fram á mér og minni fjölskyldu," segir Geirmundur. Geirmundur Kristinsson lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009. Í frétt Rúv í gærkvöldi kom fram að upphaflegur starfslokasamningur Geirmundur hafi vakið furðu og hneykslan og verið breytt. Í samningnum hafi verið ákvæði um að 60 milljón króna skuld sonar Geirmundar yrði afskrifuð og flutt í einkahlutafélag, hann myndi fá 6 mánaða laun í eingreiðslu þegar hann léti af störfum, honum yrði greiddur ferðakostnaður vegna afmælis síns og starfa áfram við hlið nýs sparissjóðsstjóra til áramóta á fullum launum. Kristján Gunnarsson, verkalýðsforingi á Suðurnesjum, sagði í fréttunum í gær að það hefði verið yfirsjón að skrifa undir samninginn, hann hefði ekki lesið hann og þegar hann hafi komist að efni hans hafi samningurinn verið leiðréttur. Geirmundur segir mikilvægt að halda því til haga að sá samningur sem talað hafi verið um í fréttum Rúv hafi aðeins verið drög að samningi. „Þetta voru drög að samningi og mér finnst mjög undarlegt að birta slík drög í fréttum." Spurður út í hvort rétt sé að hann hafi farið fram á afskriftir á skuld sonar síns segir Geirmundur: „Ég get ekki neitað því sem kemur fram í þessum drögum. En ég get staðfest að slíkt ákvæði er ekki í mínum starfslokasamningi í dag." Geirmundur segir fréttirnar beinast að hans persónu. „Það á að taka mig af lífi og það er búið að því." Hann segist vilja bíða með að tjá sig nákvæmlega um efnisatriði málsins þar til hann hafi leitað sér lögfræðiaðstoðar: „Ég vil bara fá að vera í friði með minni fjölskyldu."
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira