Körfubolti

NBA í nótt: Charlotte lagði Lakers

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gerald Wallace sækir að Ron Artest í leiknum í nótt.
Gerald Wallace sækir að Ron Artest í leiknum í nótt. Mynd/AP
Gerald Wallace skoraði 20 stig og tók 11 fráköst í 109-89 sigri Charlotte Bobcats gegn meistaraliði LA Lakers á heimavelli. Þetta er annar tapleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers gegn liðinu hans Michael Jordan. Charlotte hefur ágætist tak á Lakers því þetta var áttundi sigur liðsins gegn Lakers í síðustu tíu leikjum.

San Antonio Spurs sýndi styrk sinn gegn New Jersey á útivelli með 102-89 sigri. San Antonio er með besta vinningshlutfallið í NBA deildinni og liðið virðist til alls líklegt í úrslitakeppninni. Tim Duncan skoraði 15 stig og tók 11 fráköst í liði San Antonio og Argentínumaðurinn Manu Ginobili skoraði 22.

Framherjinn Josh Smith skoraði 27 stig fyrir Atlanta í 94-79 sigri liðsins gegn Detroit á útivelli. Detroit naði aðeins að skora 28 stig í síðari hálfleik gegn sterkri vörn Atlanta.

Argentínumaðurinn Carlos Delfino skoraði 26 stig og þar af 16 í fjórða leikhluta fyrir Milwaukee í 102-78 sigri liðsins gegn LA Clippers. Delfino hitti úr 5 af alls 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Leikstjórnandinn Brandon Jennings skoraði 20 stig og John Salmons var með 16 fyrir Milwaukee.

Úrslit frá því í gær:

Charlotte - LA Lakers 109-89

New Jersey - San Antonio 85-102

Detroit - Atlanta 79-94

Milwaukee - LA Clippers 102-78

Minnesota - Portland 81-95

Houston - Denver 121-102



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×