Ævintýri forseta og prinsessu Elísabet Brekkan skrifar 8. febrúar 2011 09:54 Leiklist Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju. Hljóðfæraleikarar: Baldur Ragnarsson, Jón Geir Jóhannsson, Unnur Birna Björnsdóttir. Brúðugerð: Bernd Ogrodnik og Högni Sigurþórsson. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Ballið á Bessastöðum hefst á því að ungur bréfberi þeytist inn og syngur á hjólabretti. Það er hann sem kemur með bréfin og það eru bréfin sem halda forsetanum gangandi og öllu hans starfsfólki. Forsetinn býr einn á Bessastöðum en hefur nokkra ritara eins og títt er um forseta. Einn daginn koma norsk konungshjón í heimsókn og með þeim barnabarn þeirra sem er fullkomin alvöru prinsessa. Hún þverneitar að fara með afa sínum og ömmu að skoða eldfjöll og fossa og verður eftir á Bessastöðum. Hún verður því vitni að því þegar ráðskona forsetans, sem er á leið í brúðkaup með dýrðar kransaköku, leggur hana frá sér ofan á bílinn og ekur svo af stað. Kransakakan dettur af bílnum og verður eftir á Bessastöðum og til að brúðkaupið verði ekki ónýtt leggja forsetinn og prinsessan land undir fót með kökuna. Á því ferðalagi lenda þau í ýmsum ævintýrum, kynnast kusu sem kann að dansa og eignast landnámshænu. Gamli Bessastaðadraugurinn skýtur upp kollinum, en hann var bakari í fyrra lífi. Hér eru heilmörg sniðug atriði, hráefnið er ansi gott og allar forsendur til að gera skemmtilega sýningu. Sem hún var á köflum. En eitthvað skorti samt á í fagmennsku í listinni að skapa leiksýningu fyrir börn. Þetta er sýning sem ætluð er börnum og ekki má gleyma að salurinn er fullur af litlum prinsessum og prinsum sem vilja ekkert fremur en að verða hluti af ævintýrinu uppi á sviðinu. Kjartan Guðjónsson leikur draugabakarann, í rauninni eina skemmtilega og vel formaða hlutverkið, þó lítið væri. Þegar hann brýtur upp á sér lappirnar og birtist svona ógurlegur upp um lúgu í gólfinu var einhver leikhúsgestur sem æpti hreinlega: Ég vil fara heim! Tónlistin er einstaklega skemmtileg og einnig hvernig litla hljómsveitin spannst inn í atburðarásina, ekki síst þegar tónlistarmaðurinn Jón Geir Jóhannsson mætti undir lokin með hnausþykk gleraugu og í peysufötum og heimtar fálkaorðu því nú séu árin orðin hundrað. Litla prinsessan var auðvitað uppáhald kvenskyns gesta af yngstu kynslóðinni og Þórunn Arna Kristjánsdóttir var eins og klippt og skorin fyrir hlutverkið og röddin dásamleg blanda af smábarnalegri frekju og dugnaðarforki, sem vílar ekki fyrir sér að moka flór. Jóhannes Haukur Jóhannesson í hlutverki forsetans var í einu orði sagt sjarmerandi. Þegar hann brast út í lopasokkadans í bláum hnésokkum sem Auður úr Mývatnssveitinni sendi honum, átti hann salinn. Konungshjónin frá Noregi sem Örn Árnason og Anna Kristín Arngrímsdóttir ljáðu lífi, voru sniðug og búningar þeirra skemmtilega ýktir. Leikur ritaranna þriggja var skemmtilegur stílfærður eins og langur dans, þó að enginn danshöfundur sé uppgefinn í leikskránni var heilmikið dansað. Aftur á móti var erfiðara að átta sig á Halldóru sem Edda Arnljótsdóttir lék, sem greinilega var sú sem hélt lífinu í forsetanum með því að elda oní hann. Þegar forsetinn og prinsessan eru komin langt upp í sveit verður dansandi kýr á vegi þeirra. Sú er verk Bernds Ogrodnik sem svíkur ekki nú frekar en fyrri daginn. Margir ungir leikhúsgestir höfðu það einnig að orði að sýningu lokinni að beljan hefði verið laaangskemmtilegust. Ástarsaga forsetans sem leikurinn endar á fer fyrir ofan garð og neðan hjá yngstu áhorfendunum. Niðurstaða: Litríkar persónur og vel leiknar en betur hefði mátt vinna úr hráefni verksins og tengja það betur við börnin í salnum. Tónlistin er skemmtileg og Þórunn Arna Kristjánsdóttir nær svo góðum tökum á prinsessunni að það er vel þess virði að skella sér á ball á Bessastöðum. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist Ballið á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju. Hljóðfæraleikarar: Baldur Ragnarsson, Jón Geir Jóhannsson, Unnur Birna Björnsdóttir. Brúðugerð: Bernd Ogrodnik og Högni Sigurþórsson. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Ballið á Bessastöðum hefst á því að ungur bréfberi þeytist inn og syngur á hjólabretti. Það er hann sem kemur með bréfin og það eru bréfin sem halda forsetanum gangandi og öllu hans starfsfólki. Forsetinn býr einn á Bessastöðum en hefur nokkra ritara eins og títt er um forseta. Einn daginn koma norsk konungshjón í heimsókn og með þeim barnabarn þeirra sem er fullkomin alvöru prinsessa. Hún þverneitar að fara með afa sínum og ömmu að skoða eldfjöll og fossa og verður eftir á Bessastöðum. Hún verður því vitni að því þegar ráðskona forsetans, sem er á leið í brúðkaup með dýrðar kransaköku, leggur hana frá sér ofan á bílinn og ekur svo af stað. Kransakakan dettur af bílnum og verður eftir á Bessastöðum og til að brúðkaupið verði ekki ónýtt leggja forsetinn og prinsessan land undir fót með kökuna. Á því ferðalagi lenda þau í ýmsum ævintýrum, kynnast kusu sem kann að dansa og eignast landnámshænu. Gamli Bessastaðadraugurinn skýtur upp kollinum, en hann var bakari í fyrra lífi. Hér eru heilmörg sniðug atriði, hráefnið er ansi gott og allar forsendur til að gera skemmtilega sýningu. Sem hún var á köflum. En eitthvað skorti samt á í fagmennsku í listinni að skapa leiksýningu fyrir börn. Þetta er sýning sem ætluð er börnum og ekki má gleyma að salurinn er fullur af litlum prinsessum og prinsum sem vilja ekkert fremur en að verða hluti af ævintýrinu uppi á sviðinu. Kjartan Guðjónsson leikur draugabakarann, í rauninni eina skemmtilega og vel formaða hlutverkið, þó lítið væri. Þegar hann brýtur upp á sér lappirnar og birtist svona ógurlegur upp um lúgu í gólfinu var einhver leikhúsgestur sem æpti hreinlega: Ég vil fara heim! Tónlistin er einstaklega skemmtileg og einnig hvernig litla hljómsveitin spannst inn í atburðarásina, ekki síst þegar tónlistarmaðurinn Jón Geir Jóhannsson mætti undir lokin með hnausþykk gleraugu og í peysufötum og heimtar fálkaorðu því nú séu árin orðin hundrað. Litla prinsessan var auðvitað uppáhald kvenskyns gesta af yngstu kynslóðinni og Þórunn Arna Kristjánsdóttir var eins og klippt og skorin fyrir hlutverkið og röddin dásamleg blanda af smábarnalegri frekju og dugnaðarforki, sem vílar ekki fyrir sér að moka flór. Jóhannes Haukur Jóhannesson í hlutverki forsetans var í einu orði sagt sjarmerandi. Þegar hann brast út í lopasokkadans í bláum hnésokkum sem Auður úr Mývatnssveitinni sendi honum, átti hann salinn. Konungshjónin frá Noregi sem Örn Árnason og Anna Kristín Arngrímsdóttir ljáðu lífi, voru sniðug og búningar þeirra skemmtilega ýktir. Leikur ritaranna þriggja var skemmtilegur stílfærður eins og langur dans, þó að enginn danshöfundur sé uppgefinn í leikskránni var heilmikið dansað. Aftur á móti var erfiðara að átta sig á Halldóru sem Edda Arnljótsdóttir lék, sem greinilega var sú sem hélt lífinu í forsetanum með því að elda oní hann. Þegar forsetinn og prinsessan eru komin langt upp í sveit verður dansandi kýr á vegi þeirra. Sú er verk Bernds Ogrodnik sem svíkur ekki nú frekar en fyrri daginn. Margir ungir leikhúsgestir höfðu það einnig að orði að sýningu lokinni að beljan hefði verið laaangskemmtilegust. Ástarsaga forsetans sem leikurinn endar á fer fyrir ofan garð og neðan hjá yngstu áhorfendunum. Niðurstaða: Litríkar persónur og vel leiknar en betur hefði mátt vinna úr hráefni verksins og tengja það betur við börnin í salnum. Tónlistin er skemmtileg og Þórunn Arna Kristjánsdóttir nær svo góðum tökum á prinsessunni að það er vel þess virði að skella sér á ball á Bessastöðum.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira