Umfjöllun: Stórleikur Ólafs dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2011 21:04 Mynd/Anton Ólafur Guðmundsson lét mikið af sér kveða með FH-liðinu í kvöld er hann skoraði alls ellefu mörk gegn Fram í N1-deild karla. Það dugði þó ekki til þar sem að liðin skildu jöfn, 26-26. Keppni í deildinni hófst aftur í kvöld eftir vetrarhlé en í leiknum áttust við liðin í öðru og þriðja sætinu. Framarar voru mjög heitir fyrir fríið og unnu átta af síðustu níu leikjum sínum. FH-ingum var spáð góðu gengi í haust en eftir ágæta byrjun fór liðið að hiksta og tapaði mikilvægum leikjum gegn sterkustu liðum deildarinnar. FH lauk þó hausttörninni á ágætum nótum og vann síðustu tvo leiki sína fyrir frí. Liðin voru greinilega ólm í að byrja eftir vetrarhléið og byrjuðu bæði af miklum krafti. Sóttu hratt á andstæðinginn og skoruðu mikið af mörkum. En eftir þessa góðu byrjun fóru bæði lið að gera mistök í sóknarleiknum og töpuðu nokkrum boltum. FH-ingar gerðu sínu meira af þessu og því tóku Framarar fljótlega frumkvæðið í leiknum. En í stöðunni 10-7 skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og komust yfir. Markverðirnir í báðum liðum voru byrjaðir að verja vel en gestirnir úr Hafnarfirði nýttu skotin sín betur og voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Ólafur Guðmundsson hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu til þessa en kom af miklum krafti. Hann skoraði alls helming marka FH í fyrri hálfleik, þar af sex af fyrstu átta mörkum sinna manna í leiknum. Óhætt er að segja að hann hafi átt stórleik í kvöld auk þess sem að leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson hélt uppteknum hætti frá fyrri hluta tímabilsins og var FH-ingum afar drjúgur. Andri Berg Haraldsson byrjaði einnig af miklum krafti í liði FH en fékk tvær brottvísanir snemma í leiknum og fékk því minna að spila í fyrri hálfleik en ella. Það var jafnt á nánast öllum tölum í síðari hálfleik og ríkti spenna í leiknum allt fram á síðustu mínútu. Framarar skoruðu rendar fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og fór þar Róbert Aron Hostert mikinn. Hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá sjö mörk. Báðir markverðir, þeir Magnús Erlendsson hjá Fram og Pálmar Pétursson hjá FH, sýndu líka fína takta í síðari hálfleik og vörðu báðir víti og úr nokkrum dauðafæri. Sigurinn hefði getað dottið báðum megin en það voru Framarar sem voru með frumkvæðið síðustu mínúturnar og fengu síðustu sóknina. En vörn FH náði að standa sína plikt og skila góðu útivallarstigi í hús. Þeir Ólafur og Ásbjörn skoruðu 21 af 26 mörkum FH í leiknum. Hægri vængurinn skilaði litlu sem engu í leiknum og hlýtur að vera áhyggjuefni. Framarar gátu stólað á meiri breidd í kvöld en bæði lið gerðu þó sín mistök í leiknum og töpuðu nokkuð mörgum boltum. Leikurinn var þó hin besta skemmtun sem veit á gott fyrir síðari hluta tímabilsins í deildinni.Fram - FH 26 - 26 (13 - 14)Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Andri Berg Haraldsson 4 (9), Einar Rafn Eiðsson 3/2 (5/3), Matthías Daðason 3 (5), Arnar Birkir Hálfdánarson 2 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Jóhann Gunnar Einarsson 1 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Magnús Stefánsson (2)Varin skot: Magnús Erlendsson 20/1 (46/2, 43%) Hraðaupphlaup: 4 (Andri Berg 2, Haraldur 1, Matthías 1) Fiskuð víti: 3 (Halldór Jóhann 1, Haraldur 1, Róbert Aron 1) Utan vallar: 10 mínúturMörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 12 (17), Ásbjörn Friðriksson 9/1 (13/2), Baldvin Þorsteinsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 1 (1), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Hjörtur Hinriksson 1 (4), Brynjar Geirsson (1), Sigurgeir Árni Ægisson (1), Halldór Guðjónsson (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (30/3, 43%), Daníel Freyr Andrésson 2 (11, 18%) Hraðaupphlaup: 5 (Ásbjörn 2, Baldvin 1, Ólafur 1, Ólafur A. 1) Fiskuð víti: 2 (Baldvin 1, Brynjar 1) Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Ólafur Guðmundsson lét mikið af sér kveða með FH-liðinu í kvöld er hann skoraði alls ellefu mörk gegn Fram í N1-deild karla. Það dugði þó ekki til þar sem að liðin skildu jöfn, 26-26. Keppni í deildinni hófst aftur í kvöld eftir vetrarhlé en í leiknum áttust við liðin í öðru og þriðja sætinu. Framarar voru mjög heitir fyrir fríið og unnu átta af síðustu níu leikjum sínum. FH-ingum var spáð góðu gengi í haust en eftir ágæta byrjun fór liðið að hiksta og tapaði mikilvægum leikjum gegn sterkustu liðum deildarinnar. FH lauk þó hausttörninni á ágætum nótum og vann síðustu tvo leiki sína fyrir frí. Liðin voru greinilega ólm í að byrja eftir vetrarhléið og byrjuðu bæði af miklum krafti. Sóttu hratt á andstæðinginn og skoruðu mikið af mörkum. En eftir þessa góðu byrjun fóru bæði lið að gera mistök í sóknarleiknum og töpuðu nokkrum boltum. FH-ingar gerðu sínu meira af þessu og því tóku Framarar fljótlega frumkvæðið í leiknum. En í stöðunni 10-7 skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og komust yfir. Markverðirnir í báðum liðum voru byrjaðir að verja vel en gestirnir úr Hafnarfirði nýttu skotin sín betur og voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Ólafur Guðmundsson hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu til þessa en kom af miklum krafti. Hann skoraði alls helming marka FH í fyrri hálfleik, þar af sex af fyrstu átta mörkum sinna manna í leiknum. Óhætt er að segja að hann hafi átt stórleik í kvöld auk þess sem að leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson hélt uppteknum hætti frá fyrri hluta tímabilsins og var FH-ingum afar drjúgur. Andri Berg Haraldsson byrjaði einnig af miklum krafti í liði FH en fékk tvær brottvísanir snemma í leiknum og fékk því minna að spila í fyrri hálfleik en ella. Það var jafnt á nánast öllum tölum í síðari hálfleik og ríkti spenna í leiknum allt fram á síðustu mínútu. Framarar skoruðu rendar fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og fór þar Róbert Aron Hostert mikinn. Hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá sjö mörk. Báðir markverðir, þeir Magnús Erlendsson hjá Fram og Pálmar Pétursson hjá FH, sýndu líka fína takta í síðari hálfleik og vörðu báðir víti og úr nokkrum dauðafæri. Sigurinn hefði getað dottið báðum megin en það voru Framarar sem voru með frumkvæðið síðustu mínúturnar og fengu síðustu sóknina. En vörn FH náði að standa sína plikt og skila góðu útivallarstigi í hús. Þeir Ólafur og Ásbjörn skoruðu 21 af 26 mörkum FH í leiknum. Hægri vængurinn skilaði litlu sem engu í leiknum og hlýtur að vera áhyggjuefni. Framarar gátu stólað á meiri breidd í kvöld en bæði lið gerðu þó sín mistök í leiknum og töpuðu nokkuð mörgum boltum. Leikurinn var þó hin besta skemmtun sem veit á gott fyrir síðari hluta tímabilsins í deildinni.Fram - FH 26 - 26 (13 - 14)Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Andri Berg Haraldsson 4 (9), Einar Rafn Eiðsson 3/2 (5/3), Matthías Daðason 3 (5), Arnar Birkir Hálfdánarson 2 (10), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Jóhann Gunnar Einarsson 1 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Magnús Stefánsson (2)Varin skot: Magnús Erlendsson 20/1 (46/2, 43%) Hraðaupphlaup: 4 (Andri Berg 2, Haraldur 1, Matthías 1) Fiskuð víti: 3 (Halldór Jóhann 1, Haraldur 1, Róbert Aron 1) Utan vallar: 10 mínúturMörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 12 (17), Ásbjörn Friðriksson 9/1 (13/2), Baldvin Þorsteinsson 2 (4), Ólafur Gústafsson 1 (1), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Hjörtur Hinriksson 1 (4), Brynjar Geirsson (1), Sigurgeir Árni Ægisson (1), Halldór Guðjónsson (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 13/1 (30/3, 43%), Daníel Freyr Andrésson 2 (11, 18%) Hraðaupphlaup: 5 (Ásbjörn 2, Baldvin 1, Ólafur 1, Ólafur A. 1) Fiskuð víti: 2 (Baldvin 1, Brynjar 1) Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira