Körfubolti

Framkvæmdastjóri meistaraliðs Lakers ósáttur og íhugar breytingar

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Kobe Bryant er aðalmaðurinn í Lakersliðinu.
Kobe Bryant er aðalmaðurinn í Lakersliðinu. AP

Forráðamenn meistaraliðs LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta eru allt annað en ánægðir með gengi liðsins að undanförnu. Eftir tapleikinn gegn Boston Celtics á dögunum sagði Mitch Kupchak framkvæmdastjóri liðsins að það kæmi vel til greina að gera breytingar á liðinu áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti þann 19. febrúar.

„Við gætum alveg þurft að gera það," sagði Kupchak við blaðamenn eftir tapleikinn gegn Boston þegar hann var spurður hvort það væri möguleiki á að liðið myndi skipta á leikmönnum við önnur lið á næstu dögum. „Miðað við þá hæfileika sem búa í liðinu þá erum við ekki að ná markmiðum okkar," sagði Kupchak. Phil Jackson þjálfari LA Lakers sættir sig ekki við neina meðalmennsku og hann hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum hvað stöðuleika liðsins varðar. Það má því gera ráð fyrir því að forráðamenn Lakers séu að íhuga það alvarlega að gera breytingar á allra næstu dögum eða vikum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×