Körfubolti

NBA í nótt: Dallas tapaði án Nowitzki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Durant í baráttunni í nótt.
Kevin Durant í baráttunni í nótt. Mynd/AP
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Oklahoma City vann góðan útisigur á Dallas, 99-95.

Dallas þurfti að spila án Dirk Nowitzki sem á við meiðsli að stríða og náði ekki að stöðva Kevin Durant og félaga í Oklahoma City. Þar að auki er Caron Butler frá keppni það sem eftir lifir tímabilsins vegna hnémeiðsla.

Durant skoraði 28 stig en Russell Westbrook átti einnig góðan leik. Hann skoraði fimmtán stig of gaf níu stoðsendingar.

Oklahoma City hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir þennan leik en liðið hafði aldrei tapað þremur í röð fyrr á tímabilinu og það breyttist ekki nótt.

Shawn Marion skoraði 25 stig fyrir Dallas en Nowitzky missti í nótt af sínum sjötta leik í röð sem er met. Hann hefur aldrei misst af svo mörgum leikjum í röð vegna meiðsla síðan hann byrjaði að spila með félaginu árið 1998.

Sacramento vann Denver, 122-102. Tyreke Evans fór mikinn fyrir Sacramento og skoraði 27 stig og gaf tólf stoðsendingar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×