Körfubolti

KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í körfunni og það án Pavels

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finnur Atli Magnússon spilaði vel í úrslitaleiknum.
Finnur Atli Magnússon spilaði vel í úrslitaleiknum. Mynd/Stefán
KR-ingar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í körfubolta með sjö stiga sigri á Fjölni í Grafarvogi fyrir áramót. KR-ingar unnu úrslitaleikinn án leikstjórnanda síns Pavels Ermolinskij sem var búinn að lofa sér í góðgerðaleik í Borgarnesi. Þetta kom fram á karfan.is

Fjölnir og KR hituðu upp fyrir bikarleik liðanna um næstu helgi með því að spila til úrslita á Reykjavíkurmótinu sem fór nú fram á nýjum tíma eða milli jóla og áramóta.

KR vann úrslitaleikinn 91-84 þar sem Finnur Atli Magnússon var stigahæstur hjá KR með 22 stig og Brynjar Þór Björnsson skoraði 14 stig. Tómar Heiðar Tómasson skoraði 17 stig og Magni Hafsteinsson var með 16 sitg.

ÍR-ingar tryggðu sér bronsið með 87-75 sigri á Val í leiknum um þriðja sætið. Nemanja Sovic skoraði 34 stig fyrir ÍR en Sveinbjörn Claessen skoraði 16 stig. Snorri Páll Sigurðsson skoraði 27 stig fyrir Val.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×