Erlent

Segir Júgóslava hafa myrt Olof Palme

Óli Tynes skrifar
Olof Palme fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.
Olof Palme fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.

Fyrrverandi júgóslavneskur njósari heldur því fram að leyniþjónusta Júgóslavíu hafi fyrirskipað morðið Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar fyrir 25 árum. Þessi leyniþjónustumaður hefur áður veitt upplýsingar sem leiddu til þess að morðgáta var leyst.

Í þýska tímaritinu Focus er vitnað í skýrslu um yfirheyrslur yfir Vinco Sindicic. Þar segir hann að júgóslavneskir njósnarar hafi lengi fylgst með Palme til þess að finna göt í öryggisgæslu hans. Leigumorðingi hafi hinsvegar verið fenginn til að fremja morðið. Sá morðingi sé nú 65 ára gamall og búi í Zagreb í Króatíu.

Ekki er getið um af hverju Júsóslavar vildu Palme feigan. Hann var skotinn til bana á götu í Stokkhólmi 28. febrúar árið 1986.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×