Þekkileg söngvaraplata Trausti Júlíusson skrifar 3. janúar 2011 06:00 Draumskógur með Valgerði Guðnadóttur. Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist Draumskógur Valgerður Guðnadóttir Valgerður Guðnadóttir vakti fyrst athygli þegar hún söng hlutverk Maríu Magdalenu í Jesús Christ Superstar í Verzló 1994. Síðan hefur hún verið iðin við kolann, numið söng og sungið stór hlutverk í fjölmörgum leikhúsverkum, þ.ám. Söngvaseið. Draumskógur er hennar fyrsta sólóplata og hún er að mörgu leyti vel heppnuð. Á plötunni eru ellefu sígild popplög, íslensk og erlend, í nýjum útsetningum. Þetta eru allt fallegar söngmelódíur. Þarna eru til dæmis Orfeus og Evridís Megasar, Ský á himni eftir Spilverkið, Kate Bush-lagið The Man With The Child In His Eyes með íslenskum texta og Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. Lögin eru útsett fyrir strengjasveit, píanó, kassagítar, slagverk og þverflautu. Útsetningarnar, sem eru í höndum Þorvaldar Bjarna og Vignis Snæs, eru smekklegar og gefa rödd Valgerðar mikið pláss. Söngurinn er hér í aðalhlutverki, sem kemur vel út, enda Valgerður fyrsta flokks söngkona. Á heildina litið notaleg plata, fín til að slá á fimbulkuldann og jólastressið. Niðurstaða: Notalegt popp.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira