Handbolti

Árið hans Alexanders í myndum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/DIENER
Handboltamaðurinn Alexander Petersson var í kvöld valinn Íþróttamaður ársins en hann átti frábært ár með íslenska landsliðinu og fór fyrir spútnikliði Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni.

Alexander átti stóran þátt í því að íslenska landsliðið vann brons á Evrópumótinu í Austurríki þar sem hann var einn af bestu varnarmönnum keppninnar og skoraði 3,6 mörk að meðaltali fyrir íslenska landsliðið.

Alexander yfirgaf lið Flensburg-Handewitt á árinu og gekk til liðs við Dag Sigurðsson og lærisveina hans í Füchse Berlin. Hann hefur farið fyrir liði Füchse Berlin sem er eins og er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og sló topplið HSV Hamburg út úr sextán liða úrslitum þýska bikarsins.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá árinu hans Alexanders. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Mynd/DIENER
Mynd/Anton
Mynd/Anton
Mynd/Anton
Mynd/AFP
Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Mynd/AFP
Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Mynd/AFP
Mynd/DIENER
Mynd/DIENER
Mynd/DIENER
Mynd/DIENER
Mynd/DIENER
Mynd/DIENER
Mynd/DIENER
Mynd/Nordic Photos/Bongarts



Fleiri fréttir

Sjá meira


×