Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum 1. nóvember 2011 00:01 Helga heldur tvenna jólatónleika þetta árið. 8. desember á Rósenberg klukkan 21:00 og í Laugarneskirkju 20. desember klukkan 20:00. „Núna síðustu árin hef ég einfaldað allan jólaundirbúning. Ég er hætt að baka allar þessar kökusortir því þær setjast bara á rassinn á mér," segir Helga Möller söngkona aðspurð út í undirbúning hennar fyrir jólin. „En ég baka kannski eina sort og er þá búin að breyta uppskriftinni þannig að ég nota til dæmis bara hrásykur, heilhveiti eða spelt, 70% súkkulaði og svo framvegis." Helga og Björgvin Halldórsson baksviðs á jólatónleikum Björgvins um helgina. „Reyndar bý ég alltaf til jólaís. Tvær tegundir og hann er ómissandi," segir Helga. Við biðjum hana um uppskriftina sem sjá má neðst á síðunni. „Ég skreyti alltaf smávegis fyrsta í aðventu og þá koma útiljósin upp. Þá kemur líka fyrsti kassinn upp úr geymslunni og svo viku síðar kemur næsti og svo koll af kolli. Þetta er eiginlega eina hefðin," segir Helga og heldur áfram: „Ljós og kerti skipta mig öllu máli og kertin verða að vera með jólailm. Ég elska það!" „Ég get heldur ekki beðið að taka upp jólakransinn minn sem vinkona mín hún Habbý gerði fyrir mig en hann er allur úr hnetum og fleiru frá Islantilla." „Ég get heldur ekki beðið að taka upp jólakransinn minn sem vinkona mín hún Habbý gerði fyrir mig en hann er allur úr hnetum og fleiru frá Islantilla. Stað sem ég er búin að koma á ótal sinnum síðustu ár í sambandi við golfið og fararstjóravinnuna mína á Spáni." „Hann er svo flottur og það er ennþá lykt af honum sem er á þessum stað. Mér þykir óendanlega vænt um hann," útskýrir Helga. „En það sem hrifur mig mest, er þegar ég held jólatónleikana mína, sem verða tvennir þetta árið." „Jólatréð skreyti ég þegar ég hef tíma og vil vera búin að því öllu löngu fyrir jól vegna anna. Kakó og Stroh - ég elska það en minna þessi síðustu ár svona eins og allta annað en ég fíla það! Einfalt líf er auðveldara." „Ég byrja snemma að kaupa jólagjafir og reyni að vera búin að því i byrjun desember því þá hefst mikil vinna hjá mér." „Það er svo gefandi að sjá hvað fólk verður alsælt þegar það heyrir jólalög. Það kemur mér mest í jólaskap."„Ég er ekkert mikið í hefðunum annað en ég vil hafa alla fjölskylduna hjá mér á jólunum."„Manninn minn, börnin mín, tengdabörn og fósturbörn, barnabörn og vinkonu mína og hennar börn og pabba og mömmu - þá er ég alsæl," segir Helga.„Reyndar bý ég alltaf til jólaís. Tvær tegundir og hann er ómissandi," segir Helga. Uppskrift af jólaís Helgu má sjá neðst í grein.„Ég elska líka að syngja jólalögin á aðventunni því það er búið að vera mitt líf svo lengi. Það er svo gefandi að sjá hvað fólk verður alsælt þegar það heyrir jólalög. Það kemur mér mest í jólaskap."„Að ganga niður í bæ í fallegu veðri og heilsa fólki á förnum vegi, þá sem þú þekkir að sjálfsögðu, fara á kaffihús og tónleika. Það kemur mér í jólaskap."„Ég byrja snemma að kaupa jólagjafir og reyni að vera búin að því i byrjun desember því þá hefst mikil vinna hjá mér."Ein í Baltimore á jólunum„Jólin mín hafa alltaf verið átakalaus og yndisleg og fyrir það má ég þakka."„En ein jólin varð ég að vera úti í Baltimore vegna vinnunnar minnar og alveg sama þó svo að það hafi verið gert allt sem í fyrirtækisins valdi stóð til að gera þetta hátíðlegt fyrir okkur þá fannst mér þetta ömurlegt og vona að ég þurfi aldrei að lenda í þessu."„Allavega er ég þroskaðri núna til að takast á við það ef það kæmi til. Ég kem til dæmis til greina þessi jól að vera úti og því get ég bara ekki sagt hvernig aðfangadagur verður hjá mér þetta árið."„En það verður allavega í mínum höndum að gera það besta úr hvaða aðstæðum sem ég lendi í - ekki satt?" segir Helga að lokum.-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Svona gerirðu graflax Jól Borða með góðri samvisku Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól
„Núna síðustu árin hef ég einfaldað allan jólaundirbúning. Ég er hætt að baka allar þessar kökusortir því þær setjast bara á rassinn á mér," segir Helga Möller söngkona aðspurð út í undirbúning hennar fyrir jólin. „En ég baka kannski eina sort og er þá búin að breyta uppskriftinni þannig að ég nota til dæmis bara hrásykur, heilhveiti eða spelt, 70% súkkulaði og svo framvegis." Helga og Björgvin Halldórsson baksviðs á jólatónleikum Björgvins um helgina. „Reyndar bý ég alltaf til jólaís. Tvær tegundir og hann er ómissandi," segir Helga. Við biðjum hana um uppskriftina sem sjá má neðst á síðunni. „Ég skreyti alltaf smávegis fyrsta í aðventu og þá koma útiljósin upp. Þá kemur líka fyrsti kassinn upp úr geymslunni og svo viku síðar kemur næsti og svo koll af kolli. Þetta er eiginlega eina hefðin," segir Helga og heldur áfram: „Ljós og kerti skipta mig öllu máli og kertin verða að vera með jólailm. Ég elska það!" „Ég get heldur ekki beðið að taka upp jólakransinn minn sem vinkona mín hún Habbý gerði fyrir mig en hann er allur úr hnetum og fleiru frá Islantilla." „Ég get heldur ekki beðið að taka upp jólakransinn minn sem vinkona mín hún Habbý gerði fyrir mig en hann er allur úr hnetum og fleiru frá Islantilla. Stað sem ég er búin að koma á ótal sinnum síðustu ár í sambandi við golfið og fararstjóravinnuna mína á Spáni." „Hann er svo flottur og það er ennþá lykt af honum sem er á þessum stað. Mér þykir óendanlega vænt um hann," útskýrir Helga. „En það sem hrifur mig mest, er þegar ég held jólatónleikana mína, sem verða tvennir þetta árið." „Jólatréð skreyti ég þegar ég hef tíma og vil vera búin að því öllu löngu fyrir jól vegna anna. Kakó og Stroh - ég elska það en minna þessi síðustu ár svona eins og allta annað en ég fíla það! Einfalt líf er auðveldara." „Ég byrja snemma að kaupa jólagjafir og reyni að vera búin að því i byrjun desember því þá hefst mikil vinna hjá mér." „Það er svo gefandi að sjá hvað fólk verður alsælt þegar það heyrir jólalög. Það kemur mér mest í jólaskap."„Ég er ekkert mikið í hefðunum annað en ég vil hafa alla fjölskylduna hjá mér á jólunum."„Manninn minn, börnin mín, tengdabörn og fósturbörn, barnabörn og vinkonu mína og hennar börn og pabba og mömmu - þá er ég alsæl," segir Helga.„Reyndar bý ég alltaf til jólaís. Tvær tegundir og hann er ómissandi," segir Helga. Uppskrift af jólaís Helgu má sjá neðst í grein.„Ég elska líka að syngja jólalögin á aðventunni því það er búið að vera mitt líf svo lengi. Það er svo gefandi að sjá hvað fólk verður alsælt þegar það heyrir jólalög. Það kemur mér mest í jólaskap."„Að ganga niður í bæ í fallegu veðri og heilsa fólki á förnum vegi, þá sem þú þekkir að sjálfsögðu, fara á kaffihús og tónleika. Það kemur mér í jólaskap."„Ég byrja snemma að kaupa jólagjafir og reyni að vera búin að því i byrjun desember því þá hefst mikil vinna hjá mér."Ein í Baltimore á jólunum„Jólin mín hafa alltaf verið átakalaus og yndisleg og fyrir það má ég þakka."„En ein jólin varð ég að vera úti í Baltimore vegna vinnunnar minnar og alveg sama þó svo að það hafi verið gert allt sem í fyrirtækisins valdi stóð til að gera þetta hátíðlegt fyrir okkur þá fannst mér þetta ömurlegt og vona að ég þurfi aldrei að lenda í þessu."„Allavega er ég þroskaðri núna til að takast á við það ef það kæmi til. Ég kem til dæmis til greina þessi jól að vera úti og því get ég bara ekki sagt hvernig aðfangadagur verður hjá mér þetta árið."„En það verður allavega í mínum höndum að gera það besta úr hvaða aðstæðum sem ég lendi í - ekki satt?" segir Helga að lokum.-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Svona gerirðu graflax Jól Borða með góðri samvisku Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól