Sacher-terta: Frægasta kaka Vínarborgar 14. febrúar 2011 06:00 Sacher-tertan var fundin upp árið 1832 í Vínarborg. Matarmenning hvers lands endurspeglast í eftirréttunum sem þar eru vinsælir. Tiramisu er einkennismerki Ítalíu líkt og Sacher-tertan er einkennismerki Austurríkis. Sacher-terta er súkkulaðikaka sem fundin var upp af Franz Sacher árið 1832 fyrir prins Klemens Wenzel von Metternich í Vín í Austurríki. Franz þessi var aðeins sextán ára og lærlingur í eldhúsi Metternichs. Prinsinn hafði falið yfirkokki sínum að útbúa sérstaklega ljúffengan eftirrétt. Þegar kokkurinn veiktist tók Franz við verkefninu með þessum ljómandi árangri. Upprunalega útgáfu kökunnar er aðeins hægt að fá í Vín og Salzburg og er hún send þaðan út um allan heim. Eini staðurinn utan Austurríkis þar sem hægt er að kaupa kökuna er í Sacher-búðinni í Bolzano á Ítalíu.Deig:130 g smjör130 g suðusúkkulaði100 g flórsykur6 egg80 g sykur130 g hveitiapríkósumarmelaðiKrem:150 g súkkulaði75 g kókosfeiti Hitið ofninn í 180 til 200°C. Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði og látið kólna. Bætið við flórsykri og eggjarauðum smátt og smátt og hrærið varlega á meðan. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri við. Bætið þessu í blönduna og hellið hveiti yfir smátt og smátt og hrærið á meðan. Setið deigið í smurt hringlaga smelluform. Bakið við 165°C í 50 til 60 mínútur. Látið kökuna kólna alveg áður en formið er fjarlægt. Þegar kakan hefur kólnað er hún skorin í tvennt og apríkósumarmelaði smurt á milli laganna. Kremið: Bræðið súkkulaði og kókoshnetufeiti yfir vatnsbaði. Hyljið kökuna með volgu kreminu. Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Matarmenning hvers lands endurspeglast í eftirréttunum sem þar eru vinsælir. Tiramisu er einkennismerki Ítalíu líkt og Sacher-tertan er einkennismerki Austurríkis. Sacher-terta er súkkulaðikaka sem fundin var upp af Franz Sacher árið 1832 fyrir prins Klemens Wenzel von Metternich í Vín í Austurríki. Franz þessi var aðeins sextán ára og lærlingur í eldhúsi Metternichs. Prinsinn hafði falið yfirkokki sínum að útbúa sérstaklega ljúffengan eftirrétt. Þegar kokkurinn veiktist tók Franz við verkefninu með þessum ljómandi árangri. Upprunalega útgáfu kökunnar er aðeins hægt að fá í Vín og Salzburg og er hún send þaðan út um allan heim. Eini staðurinn utan Austurríkis þar sem hægt er að kaupa kökuna er í Sacher-búðinni í Bolzano á Ítalíu.Deig:130 g smjör130 g suðusúkkulaði100 g flórsykur6 egg80 g sykur130 g hveitiapríkósumarmelaðiKrem:150 g súkkulaði75 g kókosfeiti Hitið ofninn í 180 til 200°C. Bræðið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði og látið kólna. Bætið við flórsykri og eggjarauðum smátt og smátt og hrærið varlega á meðan. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri við. Bætið þessu í blönduna og hellið hveiti yfir smátt og smátt og hrærið á meðan. Setið deigið í smurt hringlaga smelluform. Bakið við 165°C í 50 til 60 mínútur. Látið kökuna kólna alveg áður en formið er fjarlægt. Þegar kakan hefur kólnað er hún skorin í tvennt og apríkósumarmelaði smurt á milli laganna. Kremið: Bræðið súkkulaði og kókoshnetufeiti yfir vatnsbaði. Hyljið kökuna með volgu kreminu.
Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira