Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar 1. nóvember 2011 00:01 „Á aðfangadagskvöld borðum við alltaf hamborgarahrygg með öllu því sem tilheyrir og sama verður upp á teningnum í ár." „Ég byrja að skreyta í kringum aðventuna og geri sjálf minn aðventukrans," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona aðspurð út í undirbýning jólanna. „Ég hef kannski ekki lagt eins mikinn metnað í hann undanfarin ár þar sem tíminn einhvernveginn vinnur ekki með manni með aldrinum og stundarskráin verður líka einhverra hluta fyllri með hverju ári." „Við erum alltaf með möndlu í heimagerðum ís sem mamma gerir í desert og þá er sami brandarinn uppi á teningnum hver jól. Þá fer pabbi að geibla á sér munnvikin við börnin og þykist alltaf vera með hana í öðru munnvikinu." „Ég er heilmikið jólabarn og hef oft í byrjun aðventu sett í appelsínu börk og negul blandað saman við vatn í pott og hitað á hellu. Þegar allt fer að krauma kemur upp þessi líka góða jóla lykt." „Potturinn er síðan á sínum stað allan desember og fær að malla annað veifið þegar svo ber undir." „Þetta verður hálfgerður hrærigrautur með tímanum en það er bætt í pottinn vatni og appelsínu berki reglulega." „Maðurinn minn var reyndar vanur að borða rjúpur en við fáum þær hjá systur hans á milli jóla og nýárs." „Svo þegar til dæmis jólakortin eru skrifuð ilmar allt húsið og jólalög sett í græjurnar til þetta að allt verði sem jólalegast," segir hún. „Jólalög og stemningin sem ríkir í desember kemur mér í jólaskap svo ekki sé talað um snjóinn ef hann lætur sjá sig." „Svo er gaman að hitta góða vini og rölta um miðbæinn þegar líða fer að jólum." „Við fengum hláturskast þegar við áttuðum okkur á því að amma sem var frekar fljótfær hafði verið að pakka inn fyrir alla hjörðina og í mínu tilfelli óvart misst skærin sín í pakkann." „Einnig er yndislegt að fara á jólatónleika en ég geri það alltaf. Ég fer árlega á tónleika Karlakórs Reykjavíkur enda syngur pabbi í þeim kór og svo fór ég á Frostrósartónleikana," segir Ingibjörg. „Svo bökum við alltaf smákökur einhventíman á aðventunni, ekki margar sortir en alltaf þær sömu." Eftirminnileg jól sem þú vilt deila með okkur? „Ég á ekki nein ein sérstaklega eftirminnileg jól en margar glefsur héðan og það," svarar hún hugsi og segir: „Það er mjög gaman af því eftir á að pabbi hefur alltaf, frá því ég var rúmlega þriggja ára tekið upp á filmu hluta af jóla haldinu." „Á þeim tíma var notast við átta millimetra filmur sem voru hljóðlausar." „Pabbi kom fyrir þvílíkum kösturum til að lýsa upp svæðið sem átti að mynda." „Þegar allir voru sofnaðir læddumst við fram í stofu og ég setti jólaplötu á fóninn og spilaði fyrir okkur lágt. Þarna lágum við á gólfinu í mjúku gólfteppinu í myrkrinu og horfðum á ljósin á jólatrénu." „Síðan var tekið upp og til eru myndir til af mér sitjandi við jólatréð í jólafötunum með pírð augu vegna ljósanna og með skilti þar sem á stendur til dæmis: „Jólin 1974"." „Það eru einnig myndir af pabba með hár og barta fyrir allan peninginn í útvíðum buxum og skyrtum með kraga sem ná niður á geirvörtu og mömmu í sixtees dressi með túberað hár. „Þessar upptökur er dýrmætt að eiga í dag," segir hún einlæg. „Svo bökum við alltaf smákökur einhventíman á aðventunni, ekki margar sortir en alltaf þær sömu." Skærin hennar ömmu í jólagjöf „Eitt mjög fyndið atvik kom upp í eitt skipti þegar ég var að opna pakka frá ömmu minni. Ég man nú ekkert hvað hún gaf mér en í pakkanum voru líka ryðguð skæri."„Við fengum hláturskast þegar við áttuðum okkur á því að amma sem var frekar fljótfær hafði verið að pakka inn fyrir alla hjörðina og í mínu tilfelli óvart misst skærin sín í pakkann. Þegar við minntumst á þetta við hana talaði hún um að hún hafi bara ekkert skilið hvað af skærunum hefði orðið." Hvernig verður aðfangadagskvöldið hjá þér? „Á aðfangadagskvöld borðum við alltaf hamborgarahrygg með öllu því sem tilheyrir og sama verður upp á teningnum í ár. Maðurinn minn var reyndar vanur að borða rjúpur en við fáum þær hjá systur hans á milli jóla og nýárs." „Við erum alltaf með möndlu í heimagerðum ís sem mamma gerir í desert og þá er sami brandarinn uppi á teningnum hver jól. Þá fer pabbi að geibla á sér munnvikin við börnin og þykist alltaf vera með hana í öðru munnvikinu. Þetta skapar mikinn spenning en við sem eldri erum vitum betur enda búin að horfa upp á hann í þessu fjöri í 30 til 40 ár," segir Ingibjörg ljómandi áður en kvatt er.-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gyðingakökur Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Sannkallað augnakonfekt Jól Smákökurnar slógu í gegn Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól
„Ég byrja að skreyta í kringum aðventuna og geri sjálf minn aðventukrans," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona aðspurð út í undirbýning jólanna. „Ég hef kannski ekki lagt eins mikinn metnað í hann undanfarin ár þar sem tíminn einhvernveginn vinnur ekki með manni með aldrinum og stundarskráin verður líka einhverra hluta fyllri með hverju ári." „Við erum alltaf með möndlu í heimagerðum ís sem mamma gerir í desert og þá er sami brandarinn uppi á teningnum hver jól. Þá fer pabbi að geibla á sér munnvikin við börnin og þykist alltaf vera með hana í öðru munnvikinu." „Ég er heilmikið jólabarn og hef oft í byrjun aðventu sett í appelsínu börk og negul blandað saman við vatn í pott og hitað á hellu. Þegar allt fer að krauma kemur upp þessi líka góða jóla lykt." „Potturinn er síðan á sínum stað allan desember og fær að malla annað veifið þegar svo ber undir." „Þetta verður hálfgerður hrærigrautur með tímanum en það er bætt í pottinn vatni og appelsínu berki reglulega." „Maðurinn minn var reyndar vanur að borða rjúpur en við fáum þær hjá systur hans á milli jóla og nýárs." „Svo þegar til dæmis jólakortin eru skrifuð ilmar allt húsið og jólalög sett í græjurnar til þetta að allt verði sem jólalegast," segir hún. „Jólalög og stemningin sem ríkir í desember kemur mér í jólaskap svo ekki sé talað um snjóinn ef hann lætur sjá sig." „Svo er gaman að hitta góða vini og rölta um miðbæinn þegar líða fer að jólum." „Við fengum hláturskast þegar við áttuðum okkur á því að amma sem var frekar fljótfær hafði verið að pakka inn fyrir alla hjörðina og í mínu tilfelli óvart misst skærin sín í pakkann." „Einnig er yndislegt að fara á jólatónleika en ég geri það alltaf. Ég fer árlega á tónleika Karlakórs Reykjavíkur enda syngur pabbi í þeim kór og svo fór ég á Frostrósartónleikana," segir Ingibjörg. „Svo bökum við alltaf smákökur einhventíman á aðventunni, ekki margar sortir en alltaf þær sömu." Eftirminnileg jól sem þú vilt deila með okkur? „Ég á ekki nein ein sérstaklega eftirminnileg jól en margar glefsur héðan og það," svarar hún hugsi og segir: „Það er mjög gaman af því eftir á að pabbi hefur alltaf, frá því ég var rúmlega þriggja ára tekið upp á filmu hluta af jóla haldinu." „Á þeim tíma var notast við átta millimetra filmur sem voru hljóðlausar." „Pabbi kom fyrir þvílíkum kösturum til að lýsa upp svæðið sem átti að mynda." „Þegar allir voru sofnaðir læddumst við fram í stofu og ég setti jólaplötu á fóninn og spilaði fyrir okkur lágt. Þarna lágum við á gólfinu í mjúku gólfteppinu í myrkrinu og horfðum á ljósin á jólatrénu." „Síðan var tekið upp og til eru myndir til af mér sitjandi við jólatréð í jólafötunum með pírð augu vegna ljósanna og með skilti þar sem á stendur til dæmis: „Jólin 1974"." „Það eru einnig myndir af pabba með hár og barta fyrir allan peninginn í útvíðum buxum og skyrtum með kraga sem ná niður á geirvörtu og mömmu í sixtees dressi með túberað hár. „Þessar upptökur er dýrmætt að eiga í dag," segir hún einlæg. „Svo bökum við alltaf smákökur einhventíman á aðventunni, ekki margar sortir en alltaf þær sömu." Skærin hennar ömmu í jólagjöf „Eitt mjög fyndið atvik kom upp í eitt skipti þegar ég var að opna pakka frá ömmu minni. Ég man nú ekkert hvað hún gaf mér en í pakkanum voru líka ryðguð skæri."„Við fengum hláturskast þegar við áttuðum okkur á því að amma sem var frekar fljótfær hafði verið að pakka inn fyrir alla hjörðina og í mínu tilfelli óvart misst skærin sín í pakkann. Þegar við minntumst á þetta við hana talaði hún um að hún hafi bara ekkert skilið hvað af skærunum hefði orðið." Hvernig verður aðfangadagskvöldið hjá þér? „Á aðfangadagskvöld borðum við alltaf hamborgarahrygg með öllu því sem tilheyrir og sama verður upp á teningnum í ár. Maðurinn minn var reyndar vanur að borða rjúpur en við fáum þær hjá systur hans á milli jóla og nýárs." „Við erum alltaf með möndlu í heimagerðum ís sem mamma gerir í desert og þá er sami brandarinn uppi á teningnum hver jól. Þá fer pabbi að geibla á sér munnvikin við börnin og þykist alltaf vera með hana í öðru munnvikinu. Þetta skapar mikinn spenning en við sem eldri erum vitum betur enda búin að horfa upp á hann í þessu fjöri í 30 til 40 ár," segir Ingibjörg ljómandi áður en kvatt er.-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gyðingakökur Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Börnin baka jólaskrautið Jól Sannkallað augnakonfekt Jól Smákökurnar slógu í gegn Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól