Körfubolti

Dirk Nowitzki rauf 22.000 stiga múrinn í New York

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Raymond Felton er til varnar en Dirk Nowitzki skorar þrátt fyrir það.
Raymond Felton er til varnar en Dirk Nowitzki skorar þrátt fyrir það. AP

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær og þar bar 113-97 sigur Dallas gegn New York á útivelli hæst. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Þjóðverjinn skoraði sitt 22.000 stig á ferlinum í leiknum og er hann í 24 leikmanna frá upphafi sem hafa náð þeim árangri. Jose Barea skoraði 22 stig og er þetta í sjötta sinn í röð þar sem Dallas vinnur í Madison Square Garden.

Amar'e Stoudemire skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en hann ekki að skora í þeim síðari.

Atlanta - Toronto 100-87

Cleveland - Indiana 112-117

New Jersey - Philadelphia 92-106

Detroit - Charlottte 87-97

New York - Dallas 97-113

Minnesota - Memphis 84-102

Oklahoma - New Orleans 104-93

Denver - Portland 109-90

Phoenix - Milwaukee 92-77

Utah - Houston 96-97

LA Clippers - Chicago 88-106

Toronto tapaði 13. leiknum í röð í Atlanta þar sem Joe Johnson skoraði 37 stig fyrir Atlanta og það er met hjá honum á tímabilinu.

Cleveland tapaði 22. leiknum í röð og nú gegn Indiana. Cleveland liðið hefur tapað 32 af síðustu 33 leikjum og er Byron Scott þjálfari liðsins án efa í heitasta sætinu í deildinni.

Stigahæsti leikmaður deildarinnar, Kevin Durant, lagði 43 stig inn á reikninginn í 104-93 sigri liðsins gegn New Orleans. Durant tók 10 fráköst að auki.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×