Cleveland tapaði 26. leiknum í röð og jafnaði met Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 10. febrúar 2011 09:00 Byron Scott fyrrum leikmaður LA Lakers er þjálfari Cleveland. AP Taphrina Cleveland Cavaliers í NBA deildinni ætlar engan endi að taka og í gær tapaði liðið gegn Detroit á heimavelli 103-94. Cleveland hefur nú tapað 26 leikjum í röð og jafnaði met Tampa Bay Buccaneers sem tapaði 26 leikjum í röð 1976-1977 í NFL deildinni. Þessi lið deila nú meti sem enginn vill eiga yfir lengstu taphrinu í atvinnuíþrótt í Bandaríkjunum. Chris Paul náði ekki að tryggja New Orleans sigur með þriggja stiga skoti á síðustu sekúnduinni gegn New Jersey. Sasha Vujacic skoraði 25 stig fyrir New Jersey í 103-101 sigri liðsins. David West skoraði 32 stig og tók 15 fráköst í liði New Orleans. Orlando ætlar sér ekkert annað en að keppa um titilinn í vor og liðið þarf að treysta á að miðherjinn Dwight Howard verði í miklum ham það sem eftir er tímabilsins. Howard fór á kostum í gær í 99-95 sigri liðsins gegn Philadelphia þar sem hann skoraði 30 stig og tók 17 fráköst. Jason Richardson, sem kom frá Phoenix fyrr í vetur, tryggði Orlando sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok.San Antonio með besta vinningshlutfallið DeJuan Blair skorar hér fyrir San Antonio.APSan Antonio Spurs er með besta vinningshlutfallið í deildinni og liðið hefur nú unnið 44 leiki en tapað aðeins 8. San Antonio er á 9 leikja útileikjaferðalagi og hefur liðið aðeins tapað einum leik af alls fimm leikjum sem liðið er búið með. DeJuan Blair lék vel í liði Spurs en hann skoraði 28 stig og þar af 16 þeirra í fjórða og síðasta leikhluta. Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Bargnani var stigahæstur í liði Ratpors með 29 stig. LA Clippers kom verulega á óvart með því að vinna New York á útivelli 116-108. Randy Foye skoraði 17 af alls 24 stigum sínum í fjórða leikhluta. Clippers hafði fyrir leikinn aðeins unnið þrjá leiki á útivelli.Jose Barea skoraði 15 af alls 20 stigum sínum í fjórða leikhluta í 102-100 sigri Dallas gegn Sacramento. Þetta var tíundi sigur Dallas í röð á útivelli gegn Sacramento. Dirk Nowitzki náði sér ekk á strik vegna meiðsla í úlnlið en Jason Terry var stigahæstur í liði Dallas með 22 stig.Ekki má gleyma ágætu liði Golden State sem vann Denver 116-114. Monta Ellis skoraði 37 stig fyrir Golden State, Dorell Wright bætti við 23 stigum og tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver.Úrslit frá því í gær: Cleveland - Detroit 94-103 Indiana - Charlotte 104-103 New Jersey - New Orleans 103-101 Philadelphia - Orlando 95-99 Toronto - San Antonio 100-111 Washington - Milwaukee 100-85 New York - LA Clippers 108-116 Utah - Chicago 86-91 Sacramento - Dallas 100-102 Golden State - Denver 116-114 NBA Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Taphrina Cleveland Cavaliers í NBA deildinni ætlar engan endi að taka og í gær tapaði liðið gegn Detroit á heimavelli 103-94. Cleveland hefur nú tapað 26 leikjum í röð og jafnaði met Tampa Bay Buccaneers sem tapaði 26 leikjum í röð 1976-1977 í NFL deildinni. Þessi lið deila nú meti sem enginn vill eiga yfir lengstu taphrinu í atvinnuíþrótt í Bandaríkjunum. Chris Paul náði ekki að tryggja New Orleans sigur með þriggja stiga skoti á síðustu sekúnduinni gegn New Jersey. Sasha Vujacic skoraði 25 stig fyrir New Jersey í 103-101 sigri liðsins. David West skoraði 32 stig og tók 15 fráköst í liði New Orleans. Orlando ætlar sér ekkert annað en að keppa um titilinn í vor og liðið þarf að treysta á að miðherjinn Dwight Howard verði í miklum ham það sem eftir er tímabilsins. Howard fór á kostum í gær í 99-95 sigri liðsins gegn Philadelphia þar sem hann skoraði 30 stig og tók 17 fráköst. Jason Richardson, sem kom frá Phoenix fyrr í vetur, tryggði Orlando sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok.San Antonio með besta vinningshlutfallið DeJuan Blair skorar hér fyrir San Antonio.APSan Antonio Spurs er með besta vinningshlutfallið í deildinni og liðið hefur nú unnið 44 leiki en tapað aðeins 8. San Antonio er á 9 leikja útileikjaferðalagi og hefur liðið aðeins tapað einum leik af alls fimm leikjum sem liðið er búið með. DeJuan Blair lék vel í liði Spurs en hann skoraði 28 stig og þar af 16 þeirra í fjórða og síðasta leikhluta. Ítalski landsliðsmaðurinn Andrea Bargnani var stigahæstur í liði Ratpors með 29 stig. LA Clippers kom verulega á óvart með því að vinna New York á útivelli 116-108. Randy Foye skoraði 17 af alls 24 stigum sínum í fjórða leikhluta. Clippers hafði fyrir leikinn aðeins unnið þrjá leiki á útivelli.Jose Barea skoraði 15 af alls 20 stigum sínum í fjórða leikhluta í 102-100 sigri Dallas gegn Sacramento. Þetta var tíundi sigur Dallas í röð á útivelli gegn Sacramento. Dirk Nowitzki náði sér ekk á strik vegna meiðsla í úlnlið en Jason Terry var stigahæstur í liði Dallas með 22 stig.Ekki má gleyma ágætu liði Golden State sem vann Denver 116-114. Monta Ellis skoraði 37 stig fyrir Golden State, Dorell Wright bætti við 23 stigum og tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver.Úrslit frá því í gær: Cleveland - Detroit 94-103 Indiana - Charlotte 104-103 New Jersey - New Orleans 103-101 Philadelphia - Orlando 95-99 Toronto - San Antonio 100-111 Washington - Milwaukee 100-85 New York - LA Clippers 108-116 Utah - Chicago 86-91 Sacramento - Dallas 100-102 Golden State - Denver 116-114
NBA Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli