NBA: Lakers vann Oklahoma og Boston sigraði Orlando Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. janúar 2011 09:02 Kobe Bryant, LA Lakers og Russell Westbrook leikstjórnandi Oklahoma í Staple Center í gær. AP Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í gær. Meistaralið LA Lakers sigraði Oklahoma 101-94 en margir búast við því að Oklahoma geti blandað sér í baráttuna um efstu sætin í vesturdeildinni í vor. Pau Gasol og Kobe Bryant skoruðu 21 stig hvor fyrir Lakers sem hefur unnið átta af síðust níu leikjum sínum. Kevin Durant, stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 24 stig fyrir Oklahoma en skotnýting hans var skelfileg. Aðeins 1 af alls 8 þriggja stiga skotum hans fóru rétta leið. Kevin Garnett úr Boston og Dwight Howard úr Orlando eigast við í Boston í gær.AP Kevin Garnett lék með Boston á ný eftir níu leikja fjarveru vegna meiðsla. Framherjinn lét að sér kveða í 109-106 sigri liðsins gegn Orlando en þessi lið verða án efa í baráttunni um efstu sætin í austurdeildinn ásamt Miami Heat. Garnett meiddist á kálfa í lok desember og hefur hvílt frá þeim tíma. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst en Orlando er aðeins í fimmta sæti austurdeildarinnar þessa stundina, Atlanta, Chicago, Miami og Boston eru þar fyrir ofan. Athygli vekur að Golden State Warriors lagði New Jersey Nets í sjötta sinn í röð. Monta Ellis skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Golden StateBlake Griffin skoraði 47 stig í gær fyrir Clippers gegn Indiana. Hér er Tyler Hansbrough til varnar.APBlake Griffin skoraði 47 stig fyrir LA Clippers sem vann Indiana 114-107 og er það met hjá Griffin sem var nýliði í fyrra en náði ekki að spila vegna meiðsla í hné. Miðherjinn hefur tekið NBA deildina með trompi í vetur og sýnt ótrúleg tilþrif og troðslur sem gleymast seint. Griffin tók 14 fráköst og er þetta í 27 leikurinn í röð þar sem hann nær tvöfaldri tvennnu. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas gegn Detroit á útivelli en það dugði ekki til. Þetta er annar leikurinn í röð hjá Nowitzki eftir hnémeiðsli. Amare Stoudemire skoraði 41 stig á gamla heimavellinum í Phoenix þegar New York kom þar í heimsókn. Það var ekki nóg því Phoenix sigraði 129-121. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir Phoenix og náði hann að rjúfa 20.000 stiga múrinn. Úrslit frá því í gær: New York - Phoenix 121-129 Washington - Utah 108-101 Memphis - Chicago 84-96 Philadelphia - Charlotte 96-92 Houston - Milwaukee 93-84 New Orleans - Toronto 93-84 Detroit - Dallas 103-89 LA Clippers - Indiana 114-107 Atlanta - Sacramento 100-98 Golden State - New Jersey 109-100 Boston - Orlando 109-106 Portland - Minnesota 113-102 LA Lakers - Oklahoma 101-94 NBA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í gær. Meistaralið LA Lakers sigraði Oklahoma 101-94 en margir búast við því að Oklahoma geti blandað sér í baráttuna um efstu sætin í vesturdeildinni í vor. Pau Gasol og Kobe Bryant skoruðu 21 stig hvor fyrir Lakers sem hefur unnið átta af síðust níu leikjum sínum. Kevin Durant, stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 24 stig fyrir Oklahoma en skotnýting hans var skelfileg. Aðeins 1 af alls 8 þriggja stiga skotum hans fóru rétta leið. Kevin Garnett úr Boston og Dwight Howard úr Orlando eigast við í Boston í gær.AP Kevin Garnett lék með Boston á ný eftir níu leikja fjarveru vegna meiðsla. Framherjinn lét að sér kveða í 109-106 sigri liðsins gegn Orlando en þessi lið verða án efa í baráttunni um efstu sætin í austurdeildinn ásamt Miami Heat. Garnett meiddist á kálfa í lok desember og hefur hvílt frá þeim tíma. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst en Orlando er aðeins í fimmta sæti austurdeildarinnar þessa stundina, Atlanta, Chicago, Miami og Boston eru þar fyrir ofan. Athygli vekur að Golden State Warriors lagði New Jersey Nets í sjötta sinn í röð. Monta Ellis skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Golden StateBlake Griffin skoraði 47 stig í gær fyrir Clippers gegn Indiana. Hér er Tyler Hansbrough til varnar.APBlake Griffin skoraði 47 stig fyrir LA Clippers sem vann Indiana 114-107 og er það met hjá Griffin sem var nýliði í fyrra en náði ekki að spila vegna meiðsla í hné. Miðherjinn hefur tekið NBA deildina með trompi í vetur og sýnt ótrúleg tilþrif og troðslur sem gleymast seint. Griffin tók 14 fráköst og er þetta í 27 leikurinn í röð þar sem hann nær tvöfaldri tvennnu. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas gegn Detroit á útivelli en það dugði ekki til. Þetta er annar leikurinn í röð hjá Nowitzki eftir hnémeiðsli. Amare Stoudemire skoraði 41 stig á gamla heimavellinum í Phoenix þegar New York kom þar í heimsókn. Það var ekki nóg því Phoenix sigraði 129-121. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir Phoenix og náði hann að rjúfa 20.000 stiga múrinn. Úrslit frá því í gær: New York - Phoenix 121-129 Washington - Utah 108-101 Memphis - Chicago 84-96 Philadelphia - Charlotte 96-92 Houston - Milwaukee 93-84 New Orleans - Toronto 93-84 Detroit - Dallas 103-89 LA Clippers - Indiana 114-107 Atlanta - Sacramento 100-98 Golden State - New Jersey 109-100 Boston - Orlando 109-106 Portland - Minnesota 113-102 LA Lakers - Oklahoma 101-94
NBA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira