Körfubolti

Sigurganga Miami á útivelli á enda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James eftir leikinn í nótt.
LeBron James eftir leikinn í nótt. Mynd/AP

LA Clippers vann í nótt góðan sigur á Miami í NBA-deildinni í körfubolta, 111-105. Miami hafði unnið síðustu þrettán leiki sína á útivelli.

Blake Griffin var með 24 stig og fjórtán fráköst og náði þar með sinni 30. tvöföldu tvennu á ferlinum. Eric Gordon bætti við 26 stigum og Baron Davis 20 fyrir Clippers.

Clippers vann þar með sinn þrettánda leik á tímabilinu en Miami hafði nánast verið óstöðvandi að undanförnu og er með næstbesta árangur allra liða í deildinni. En Clippers hafði forystuna nánast allan leikinn í nótt.

Dwyane Wade var með 31 stig fyrir Miami og LeBron James 27. Chris Bosh var með 26 stig og þrettán fráköst en Miami hafði unnið átta leiki í röð fyrir þennan leik.

Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt:

Charlotte Bobcats - Chicaco Bulls 96-91

Indiana Pacers - Dallas Mavericks 102-89

Toronto Raptors - Atlanta Hawks 101-104

Boston Celtics - Sacramento Kings 119-95

Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 99-107

Milwaukee Bucks - San Antonio Spurs 84-91

New Orleans Hornets - Orlando Magic 92-89

Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 112-118

Phoenix Suns - New Jersey Nets 118-109

Utah Jazz - New York Knicks 131-125

Golden State Warriors - LA Lakers 110-115

LA Clippers - Miami Heat 111-105



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×