Milljarða skattsvik norskra útvegsmanna 17. mars 2011 07:00 Fiskveiðar Norsk skattayfirvöld hafa flett ofan af stórfelldum efnahagsbrotum sjávarútvegsfyrirtækja þar í landi. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.Fréttablaðið/Jón Sigurður Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira