100% keyrsla frá upphafi til enda Popp skrifar 28. febrúar 2011 06:00 Killzone 3 gerist jafnt í geysistórum geimskipum sem ísilögðum hernaðarbækistöðvum. Tölvuleikir Killzone 3 Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Það er ekkert grín að verða skilinn eftir á óvinveittri plánetu eftir misheppnaða innrás. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við söguhetjunum í Killzone 3. Söguþráður þessa nýja kafla í epískri stríðsseríu Guerrilla Games hefst nákvæmlega þar sem Killzone 2 lauk. Þessi söguþráður er kannski ekki ýkja merkilegur en leikurinn má eiga það að hann slær ekkert af. Hann er á 100% keyrslu allan tímann og það er aldrei dautt andartak. Killzone 3, líkt og forveri hans, státar af þeirri nýbreytni að bjóða upp á „cover system", það er að segja að menn geta leitað sér skjóls undan stöðugri skothríð óvinanna á bak við bíla, veggi og fleira í þeim dúr. Kerfi af þessu tagi er nánast skylda í þriðju persónu skotleikjum en afar sjaldséð í fyrstu persónu skotleikjum. Það sem virðist kannski í fyrstu vera óþægileg viðbót reynist, þegar á spilun líður, nauðsynlegur hluti af leiknum og maður furðar sig á því að fleiri leikir státi ekki af svona kerfi. Killzone 3 er með framúrskarandi grafík og hljóð. Því miður á undirritaður ekki þrívíddarsjónvarp svo að ekki var unnt að prófa þrívíddarfídus leiksins. Move-hlutinn var hins vegar prufukeyrður og hann virkar þrusuvel, þó svo að tilfinningin af Move-spilun væri eflaust mun betri með Sharpshooter-statífinu sem er væntanlegt í verslanir. Eins og góðum skotleik sæmir býður Killzone 3 upp á fjölspilun á netinu, en vefþjónarnir hafa fram til þessa verið lokaðir og því er ekki unnt að prufukeyra netspilunina. Leikurinn er þó með svokallað Bot-mode þar sem leikmenn geta prufukeyrt netspilunarhlutann á móti tölvustýrðum andstæðingum. Þar geta menn æft sig í vernduðu umhverfi án þess að þurfa að hlusta á sorakjaft annarra leikmanna. Auk þess geta tveir leikmenn spilað saman í gegnum söguþráð leiksins, en það er mikill galli að sá spilunarmöguleiki virkar ekki í gegnum netið, einungis á deiliskjá (splitscreen). Killzone 3 er virkilega góður leikur og skyldueign fyrir þá sem vilja sjá hvernig næfurþunnri sögu leikjaseríunnar vindur áfram. Leikurinn er í raun adrenalínsprengja frá upphafi til enda og það er varla hægt að kvarta undan því. Spilun: 4/5 Grafík: 5/5 Hljóð: 5/5Ending: 4/5 Niðurstaða: 5/5 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tölvuleikir Killzone 3 Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Það er ekkert grín að verða skilinn eftir á óvinveittri plánetu eftir misheppnaða innrás. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við söguhetjunum í Killzone 3. Söguþráður þessa nýja kafla í epískri stríðsseríu Guerrilla Games hefst nákvæmlega þar sem Killzone 2 lauk. Þessi söguþráður er kannski ekki ýkja merkilegur en leikurinn má eiga það að hann slær ekkert af. Hann er á 100% keyrslu allan tímann og það er aldrei dautt andartak. Killzone 3, líkt og forveri hans, státar af þeirri nýbreytni að bjóða upp á „cover system", það er að segja að menn geta leitað sér skjóls undan stöðugri skothríð óvinanna á bak við bíla, veggi og fleira í þeim dúr. Kerfi af þessu tagi er nánast skylda í þriðju persónu skotleikjum en afar sjaldséð í fyrstu persónu skotleikjum. Það sem virðist kannski í fyrstu vera óþægileg viðbót reynist, þegar á spilun líður, nauðsynlegur hluti af leiknum og maður furðar sig á því að fleiri leikir státi ekki af svona kerfi. Killzone 3 er með framúrskarandi grafík og hljóð. Því miður á undirritaður ekki þrívíddarsjónvarp svo að ekki var unnt að prófa þrívíddarfídus leiksins. Move-hlutinn var hins vegar prufukeyrður og hann virkar þrusuvel, þó svo að tilfinningin af Move-spilun væri eflaust mun betri með Sharpshooter-statífinu sem er væntanlegt í verslanir. Eins og góðum skotleik sæmir býður Killzone 3 upp á fjölspilun á netinu, en vefþjónarnir hafa fram til þessa verið lokaðir og því er ekki unnt að prufukeyra netspilunina. Leikurinn er þó með svokallað Bot-mode þar sem leikmenn geta prufukeyrt netspilunarhlutann á móti tölvustýrðum andstæðingum. Þar geta menn æft sig í vernduðu umhverfi án þess að þurfa að hlusta á sorakjaft annarra leikmanna. Auk þess geta tveir leikmenn spilað saman í gegnum söguþráð leiksins, en það er mikill galli að sá spilunarmöguleiki virkar ekki í gegnum netið, einungis á deiliskjá (splitscreen). Killzone 3 er virkilega góður leikur og skyldueign fyrir þá sem vilja sjá hvernig næfurþunnri sögu leikjaseríunnar vindur áfram. Leikurinn er í raun adrenalínsprengja frá upphafi til enda og það er varla hægt að kvarta undan því. Spilun: 4/5 Grafík: 5/5 Hljóð: 5/5Ending: 4/5 Niðurstaða: 5/5
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira