Hundruð manna enn í rústum húsa 24. febrúar 2011 01:00 Gerónýtt heimili Hjónin Murray og Kelly James fyrir utan heimili sitt í Christchurch daginn eftir jarðskjálftann.nordicphotos/AFP Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Hundruð hermanna, lögreglumanna og hjálparstarfsmanna hafa leitað í rústunum í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, sem stundum hefur skilað óvæntum árangri. Mikill fögnuður braust þannig út í gær þegar björgunarmenn náðu Ann Bodkin út úr rústum háhýsis eftir mikið erfiði, því hún lá grafin innan um steypuklumpa og snúin málmstykki. Eiginmaður hennar hafði beðið milli vonar og ótta meðan unnið var að björgun hennar. Svo hittist á að um leið og hún var laus úr rústunum brutust geislar sólarinnar út úr skýjunum, en þungbúið hafði verið fram að því. Varð þá Bob Parker, borgarstjóra í Christchurch, að orði: „Þeir náðu Ann út úr byggingunni og Guð kveikti ljósin.“ Verr fór annars staðar í borginni þar sem fimmtán ára tvíburar, Lizzy og Kent, biðu fyrir utan Canterbury-sjónvarpsstöðina, sjö hæða byggingu þar sem móðir þeirra vann við morgunþátt. Húsið hrundi í jarðskjálftanum en þau reyndu hvað þau gátu að halda í vonina meðan björgunarfólk kannaði aðstæður. Þá kom lögreglukona út úr rústunum, kraup fyrir framan tvíburana og sagði enga von lengur til þess að neinn fyndist á lífi í rústunum. Fimmtán starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru í húsinu og þar voru einnig tíu japanskir skiptinemar ásamt kennurum í tungumálaskóla sem einnig var til húsa í byggingunni. Heilu hverfi borgarinnar eru í rúst eftir jarðskjálftann. Að kvöldi þriðjudags var ákveðið að leggja á útgöngubann yfir nóttina, bæði til þess að tryggja að fólk færi sér ekki að voða á hættulegum stöðum og til þess að koma í veg fyrir þjófnaði. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði. Hætta þótti á að ein hæsta bygging borgarinnar, hið 27 hæða Hotel Grand Chancellor, myndi hrynja og var ákveðið að rýma hótelið og næstu tvær húsaraðirnar í kringum það. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Hundruð hermanna, lögreglumanna og hjálparstarfsmanna hafa leitað í rústunum í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, sem stundum hefur skilað óvæntum árangri. Mikill fögnuður braust þannig út í gær þegar björgunarmenn náðu Ann Bodkin út úr rústum háhýsis eftir mikið erfiði, því hún lá grafin innan um steypuklumpa og snúin málmstykki. Eiginmaður hennar hafði beðið milli vonar og ótta meðan unnið var að björgun hennar. Svo hittist á að um leið og hún var laus úr rústunum brutust geislar sólarinnar út úr skýjunum, en þungbúið hafði verið fram að því. Varð þá Bob Parker, borgarstjóra í Christchurch, að orði: „Þeir náðu Ann út úr byggingunni og Guð kveikti ljósin.“ Verr fór annars staðar í borginni þar sem fimmtán ára tvíburar, Lizzy og Kent, biðu fyrir utan Canterbury-sjónvarpsstöðina, sjö hæða byggingu þar sem móðir þeirra vann við morgunþátt. Húsið hrundi í jarðskjálftanum en þau reyndu hvað þau gátu að halda í vonina meðan björgunarfólk kannaði aðstæður. Þá kom lögreglukona út úr rústunum, kraup fyrir framan tvíburana og sagði enga von lengur til þess að neinn fyndist á lífi í rústunum. Fimmtán starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru í húsinu og þar voru einnig tíu japanskir skiptinemar ásamt kennurum í tungumálaskóla sem einnig var til húsa í byggingunni. Heilu hverfi borgarinnar eru í rúst eftir jarðskjálftann. Að kvöldi þriðjudags var ákveðið að leggja á útgöngubann yfir nóttina, bæði til þess að tryggja að fólk færi sér ekki að voða á hættulegum stöðum og til þess að koma í veg fyrir þjófnaði. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði. Hætta þótti á að ein hæsta bygging borgarinnar, hið 27 hæða Hotel Grand Chancellor, myndi hrynja og var ákveðið að rýma hótelið og næstu tvær húsaraðirnar í kringum það. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent