Farmeigendur borgi tjón vegna Goðafoss 24. febrúar 2011 05:00 Ólafur William Hand Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Eigendur farms um borð í Goðafossi hafa fengið bréf frá Eimskip um að þeir verði að bera hluta af kostnaðinum vegna strands skipsins við Fredrikstad í Noregi. „Eimskip lýsir yfir sameiginlegu sjótjóni sem verði jafnað niður vegna atviksins, en það þýðir að eigendur allra verðmæta sem í húfi voru þegar skipið strandaði greiða sameiginlega þann kostnað sem af atvikinu hlýst,“ segir í bréfi skipafélagsins til farmeigendanna. Að sögn Ólafs Williams Hand, upplýsingafulltrúa Eimskipa, segir um að ræða hefðbundna aðferð við uppgjör á sjótjóni. Enn sé óljóst hvert endanlegt tjón vegna strandsins verður en að búast megi við því að björgunarkostnaður verði jafnvel um átta prósent af verðmæti skipsins, gámanna og farmsins. Menn vonist þó til að talan fari niður í fjögur prósent þar sem björgun Goðafoss hafi gengið mjög vel. Það mundi þýða að kostnaðurinn yrði 40 þúsund krónur af farmi sem metinn er á eina milljón. „Ef menn eru með farmtryggingu þá verða þeir ekki fyrir tjóni,“ segir Ólafur sem kveður algengast að farmur sé tryggður. „Sum fyrirtæki tryggja þó stundum hjá sjálfum sér ef svo má segja með því að reikna út áhættuna og taka sjálf skellinn ef hann kemur.“ Í bréfinu frá Eimskip til farmeigenda segir að þeir þurfi að leggja fram tryggingar fyrir sínum hluta hins sameiginlega sjótjóns og björgunarlaunum áður en farmurinn verður afhentur. Ólafur segir félagið hafa ákveðið í gær að leggja sjálft fram tryggingu fyrir greiðslu björgunarlaunanna. „Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar verði fyrir frekari töfum vegna þessa máls en orðið er,“ segir hann. Að sögn Ólafs var farmurinn í Goðafossi af margvíslegu tagi og á leið hingað og þangað um heiminn. Nú taki við að greiða úr málum gagnvart eigendum farmsins og tryggingarfélögum þeirra og varðandi björgunarlaunin. Það var norskt fyrirtæki með svissneskan undirvertaka sem annaðist björgun skipsins. Skipaður hefur verið „löggiltur niðurjöfnunarmaður“ í málinu. Sá er í Liverpool í Englandi og er ætlað að jafna tjóninu niður á alla aðila málsins. Goðafoss var dreginn á flot í gærmorgun og liggur nú milli tveggja skerja um eina og hálfa sjómílu frá strandstaðnum. „Tjónið á skipinu er miklum mun minna en menn óttuðust þótt það sé eitthvað beyglað,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskips. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira