Fréttaskýring: Stórfyrirtæki vega þungt í tekjunum 24. febrúar 2011 20:00 Álver Fjarðaáls er meðal þess sem leitt hefur til tekjuauka fyrir Fjarðabyggð, sem nú hefur tekið fram úr Garðabæ í útreiknuðum meðaltekjum sveitarfélaga miðað við íbúafjölda. Fréttablaðið/Pjetur Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira