Góð byrjun hjá Tom Tom 24. febrúar 2011 08:00 Tónlist **** Andefni Prince Valium Góð byrjun hjá TomTom Prince Valium er listamannsnafn Þorsteins Konráðs Ólafssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist í a.m.k. áratug. Ég man fyrst eftir honum á Stefnumótakvöldum tónlistarblaðsins Undirtóna, en hann átti einmitt sex lög á fyrsta Stefnumótadisknum árið 2001. Andefni er önnur sólóplata Prince Valium í fullri lengd. Sú fyrri, Andlaus, kom út hjá breska fyrirtækinu Resonant árið 2006 og fékk fínar viðtökur. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlist Prince Valium í rólegri kantinum, þó að lögin á nýju plötunni séu reyndar misjafnlega hröð. Maður heyrir að hann er undir áhrifum frá gamalli ambient-tónlist en hann setur fleiri virk efni í blönduna og hefur þróað sitt eigið afbrigði sem hann er að vinna með. Andlaus var svolítið síðrokkskotin, en á Andefni er hljómurinn tærari og tónlistin bjartari og melódískari. Tólf lög eru á Andefni. Þau eru nokkuð fjölbreytt en það er góður heildarsvipur á plötunni sem gerir það að verkum að hún virkar vel spiluð í gegn, frá upphafi til enda. Andefni er fyrsta útgáfa nýrrar íslenskrar plötuútgáfu, TomTom Records, sem sérhæfir sig í raftónlist. Hún kemur út á stafrænu formi og er fáanleg í gegnum vefsíðu útgáfunnar www.tomtomrecords.com. Það er gleðiefni að ný raftónlistarútgáfa taki nú til starfa og óskandi að hún fái hljómgrunn. Hún byrjar í það minnsta vel, Andefni er flott plata og ágætur vitnisburður um þá fínu hluti sem fyrirfinnast í íslenskri raftónlist. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Björt og melódísk raftónlistarplata. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist **** Andefni Prince Valium Góð byrjun hjá TomTom Prince Valium er listamannsnafn Þorsteins Konráðs Ólafssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist í a.m.k. áratug. Ég man fyrst eftir honum á Stefnumótakvöldum tónlistarblaðsins Undirtóna, en hann átti einmitt sex lög á fyrsta Stefnumótadisknum árið 2001. Andefni er önnur sólóplata Prince Valium í fullri lengd. Sú fyrri, Andlaus, kom út hjá breska fyrirtækinu Resonant árið 2006 og fékk fínar viðtökur. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlist Prince Valium í rólegri kantinum, þó að lögin á nýju plötunni séu reyndar misjafnlega hröð. Maður heyrir að hann er undir áhrifum frá gamalli ambient-tónlist en hann setur fleiri virk efni í blönduna og hefur þróað sitt eigið afbrigði sem hann er að vinna með. Andlaus var svolítið síðrokkskotin, en á Andefni er hljómurinn tærari og tónlistin bjartari og melódískari. Tólf lög eru á Andefni. Þau eru nokkuð fjölbreytt en það er góður heildarsvipur á plötunni sem gerir það að verkum að hún virkar vel spiluð í gegn, frá upphafi til enda. Andefni er fyrsta útgáfa nýrrar íslenskrar plötuútgáfu, TomTom Records, sem sérhæfir sig í raftónlist. Hún kemur út á stafrænu formi og er fáanleg í gegnum vefsíðu útgáfunnar www.tomtomrecords.com. Það er gleðiefni að ný raftónlistarútgáfa taki nú til starfa og óskandi að hún fái hljómgrunn. Hún byrjar í það minnsta vel, Andefni er flott plata og ágætur vitnisburður um þá fínu hluti sem fyrirfinnast í íslenskri raftónlist. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Björt og melódísk raftónlistarplata.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira