Hreinsaðir af grun eftir tveggja ára rannsókn 25. febrúar 2011 06:30 Friðjón færður til yfirheyrslu Einn af þremur sem grunaðir eru um peningaþvætti íhugar að fara í mál vegna fjömiðlaumfjöllunar eftirað hann fékk lausn sinna mála. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi," segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rannsóknar á vinnubrögðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Haraldur var ásamt Friðjóni bróður sínum og þriðja aðila grunaður um auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Málið kom upp eftir að um 250 milljóna króna millifærslur hjá Friðjóni og vini hans vöktu grunsemdir. Friðjón vann þá hjá fjármálafyrirtækinu Virðingu og átti einkahlutafélag með Haraldi sem var í viðskiptum við Virðingu. Snemma við rannsókn málsins kom í ljós að ekki var tilefni til lögreglurannsóknar. Haraldur telur að verulega hafi verið brotið gegn sér við meðferð ríkislögreglustjóra en honum var ekki gerð grein fyrir meintu sakarefni fyrr en á síðari stigum rannsóknar, sem stóð yfir í rúm tvö ár. Embættið tilkynnti honum bréfleiðis fyrir tæpum hálfum mánuði að rannsókn málsins hefði verið hætt. Það sama á við um aðra í málinu. „Ég hef beðið mikinn skaða af þessu ferli öllu. DV gekk mjög langt í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli og gerði sitt ýtrasta til að draga nafn föður míns heitins inn í málið. Ég íhuga nú að leita réttar míns," segir Haraldur en hann og Friðjón eru synir Þórðar Friðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, sem lést fyrir skömmu. - jab Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
„Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi," segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rannsóknar á vinnubrögðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Haraldur var ásamt Friðjóni bróður sínum og þriðja aðila grunaður um auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Málið kom upp eftir að um 250 milljóna króna millifærslur hjá Friðjóni og vini hans vöktu grunsemdir. Friðjón vann þá hjá fjármálafyrirtækinu Virðingu og átti einkahlutafélag með Haraldi sem var í viðskiptum við Virðingu. Snemma við rannsókn málsins kom í ljós að ekki var tilefni til lögreglurannsóknar. Haraldur telur að verulega hafi verið brotið gegn sér við meðferð ríkislögreglustjóra en honum var ekki gerð grein fyrir meintu sakarefni fyrr en á síðari stigum rannsóknar, sem stóð yfir í rúm tvö ár. Embættið tilkynnti honum bréfleiðis fyrir tæpum hálfum mánuði að rannsókn málsins hefði verið hætt. Það sama á við um aðra í málinu. „Ég hef beðið mikinn skaða af þessu ferli öllu. DV gekk mjög langt í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli og gerði sitt ýtrasta til að draga nafn föður míns heitins inn í málið. Ég íhuga nú að leita réttar míns," segir Haraldur en hann og Friðjón eru synir Þórðar Friðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, sem lést fyrir skömmu. - jab
Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira