Ótímabært að leyfa staðgöngumæðrun 26. febrúar 2011 08:00 Siðferðilegum, lagalegum og læknisfræðilegum spurningum varðandi staðgöngumæðrun hefur ekki verið svarað nægilega vel. Þær þarf að leiða til lykta með gagnrýninni og opinni umræðu á sem flestum sviðum samfélagsins. Þetta kemur fram í umsögnum um þingsályktunartillögu um að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Fimmtán umsagnir hafa borist heilbrigðisnefnd Alþingis vegna málsins. Tvær þeirra fagna tillögunni. Í umsögn Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands segir að siðferðileg álitaefni séu óvenjulega flókin og margræð í þessu máli því þau snerti móðurhlutverkið, yfirráðarétt kvenna yfir líkömum sínum og viðkvæm tengsl foreldra og barna. Stofnunin leggst gegn því að heimila staðgöngumæðrun án mun umfangsmeiri umræðu og umhugsunar. Hraðinn sem sé á málinu sé með öllu óforsvaranlegur og bjóði hættunni heim. Bent er á í umsögnum að erfitt hafi reynst að greina á milli staðgöngumæðrunar í hagnaðar- og velgjörðarskyni. Barnaheill telja að staðgöngumæðrun geti haft í för með sér að farið verði að líta á börn sem söluvöru, og sama geti gerst varðandi staðgöngumóður. Þannig geti skapast möguleiki á að kúga konur til að selja aðgang að líkama sínum á nýjan og enn alvarlegri máta en þekkst hefur. Siðfræðistofnun segir tilhneigingu hafa verið til markaðsvæðingar og Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að þetta leiði til þess að litið verði á börn sem söluvöru. „Þá er vert að undirstrika að nágrannalönd okkar, svo sem Norðurlöndin, heimila ekki staðgöngumæðrun og því ljóst að við munum marka stefnu á þessu sviði sem litið verður til,“ segir í umsögn stofnunarinnar. Í sama streng tekur Rauði kross Íslands, og Mannréttindaskrifstofa Íslands segir að stjórnvöld hljóti að bera sig sérstaklega saman við Norðurlöndin. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Siðferðilegum, lagalegum og læknisfræðilegum spurningum varðandi staðgöngumæðrun hefur ekki verið svarað nægilega vel. Þær þarf að leiða til lykta með gagnrýninni og opinni umræðu á sem flestum sviðum samfélagsins. Þetta kemur fram í umsögnum um þingsályktunartillögu um að heimila staðgöngumæðrun hér á landi. Fimmtán umsagnir hafa borist heilbrigðisnefnd Alþingis vegna málsins. Tvær þeirra fagna tillögunni. Í umsögn Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands segir að siðferðileg álitaefni séu óvenjulega flókin og margræð í þessu máli því þau snerti móðurhlutverkið, yfirráðarétt kvenna yfir líkömum sínum og viðkvæm tengsl foreldra og barna. Stofnunin leggst gegn því að heimila staðgöngumæðrun án mun umfangsmeiri umræðu og umhugsunar. Hraðinn sem sé á málinu sé með öllu óforsvaranlegur og bjóði hættunni heim. Bent er á í umsögnum að erfitt hafi reynst að greina á milli staðgöngumæðrunar í hagnaðar- og velgjörðarskyni. Barnaheill telja að staðgöngumæðrun geti haft í för með sér að farið verði að líta á börn sem söluvöru, og sama geti gerst varðandi staðgöngumóður. Þannig geti skapast möguleiki á að kúga konur til að selja aðgang að líkama sínum á nýjan og enn alvarlegri máta en þekkst hefur. Siðfræðistofnun segir tilhneigingu hafa verið til markaðsvæðingar og Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af því að þetta leiði til þess að litið verði á börn sem söluvöru. „Þá er vert að undirstrika að nágrannalönd okkar, svo sem Norðurlöndin, heimila ekki staðgöngumæðrun og því ljóst að við munum marka stefnu á þessu sviði sem litið verður til,“ segir í umsögn stofnunarinnar. Í sama streng tekur Rauði kross Íslands, og Mannréttindaskrifstofa Íslands segir að stjórnvöld hljóti að bera sig sérstaklega saman við Norðurlöndin. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði