Liðsmenn meirihlutaflokka ekki einhuga 26. febrúar 2011 03:00 Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra er andvígur því að stjórnlagaþingmenn úr ógildri kosningu verði skipaðir í stjórnlagaráð í staðinn.FRéttablaðið/Stefán Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra úr VG, sagði í gær að tillagan gengi gegn dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður úr Framsóknarflokki, lýsti sig sömuleiðis andvígan tillögunni í gær og er því á öndverðum meiði við Höskuld Þórhallsson, flokksbróður sinn úr þingmannanefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að þingsályktunartillaga um stjórnlagaþingið yrði lögð fram á næstu dögum. Enn fremur yrði lagt fram frumvarp um að afnema lögin sem kosið var eftir til stjórnlagaþingsins. „Ég á ekki von á öðru en að tillagan njóti yfirgnæfandi stuðnings í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir alla þrjá þingmenn flokksins styðja málið þótt það sé á veikum grunni. „Það sem skipti höfuðmáli í okkar huga er að það sé í höndum ráðsins hvenær það kallar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sínar tillögur,“ segir Birgitta sem kveður þetta atriði munu verða skýrt í þingsályktunartillögunni. Sjálfstæðismenn skiluðu einir minnihlutaáliti í nefndinni. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði alla liðsmenn hans andvíga tillögunni. „Við erum algjörlega á móti þessum skrípaleik og teljum þetta skýrt merki um einbeittan vilja til að sniðganga vilja Hæstaréttar,“ segir Einar. - gar Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra úr VG, sagði í gær að tillagan gengi gegn dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður úr Framsóknarflokki, lýsti sig sömuleiðis andvígan tillögunni í gær og er því á öndverðum meiði við Höskuld Þórhallsson, flokksbróður sinn úr þingmannanefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að þingsályktunartillaga um stjórnlagaþingið yrði lögð fram á næstu dögum. Enn fremur yrði lagt fram frumvarp um að afnema lögin sem kosið var eftir til stjórnlagaþingsins. „Ég á ekki von á öðru en að tillagan njóti yfirgnæfandi stuðnings í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir alla þrjá þingmenn flokksins styðja málið þótt það sé á veikum grunni. „Það sem skipti höfuðmáli í okkar huga er að það sé í höndum ráðsins hvenær það kallar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sínar tillögur,“ segir Birgitta sem kveður þetta atriði munu verða skýrt í þingsályktunartillögunni. Sjálfstæðismenn skiluðu einir minnihlutaáliti í nefndinni. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði alla liðsmenn hans andvíga tillögunni. „Við erum algjörlega á móti þessum skrípaleik og teljum þetta skýrt merki um einbeittan vilja til að sniðganga vilja Hæstaréttar,“ segir Einar. - gar
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira