Lambatartar að hætti VOX 3. maí 2011 00:01 Lambatartar með fáfnisgraskremi og einiberjum. Mynd/Vilhelm Á hinum hefðbundna matseðli VOX á Hilton Hóteli við Suðurlandsbraut er þessi ferski réttur. Uppskriftin er ætluð fjórum. Hráefni:250 g fínt skorinn lambahryggvöðvi40 g Egilsstaðafeti4 msk. krækiber2 msk. bláber3 stk. sýrður, rauður perlulaukur 1 tsk. fersk, græn einiber, söxuð1 msk. fínsaxaðir skalottlaukar1 stk. egg50 g ferskt fáfnisgras250 g hlutlaus olíasvartur pipar og salt Fáfnisgraskrem: Sjóðið eggið í söltu vatni í fjórar mínútur, kælið og fjarlægið skurnina. Setjið eggið í matvinnsluvél ásamt hálfri matskeið af ediki og fáfnisgrasinu. Hellið olíunni rólega saman við þar til útkoman er hæfilega þykk. Sýrður perlulaukur: Forsjóðið laukana í söltu vatni í 40 til 60 sekúndur og færið þá yfir í klakabað. Skerið þá síðan í helminga og hellið heitum edikleginum yfir. Gott er að nota ílát með loki. Ediklögur: Setjið 1/2 dl vatn, 1/2 dl sykur, 1 dl borðedik saman í pott og komið upp suðu. Samsetning réttar: Blandið lambakjötinu saman við 1-2 matskeiðar af olíu og skalottlaukinn, smakkið til með salti og pipar, mótið í hring á miðjum disknum. Setjið krækiberin og bláberin jafnt yfir kjötið og sprautið kreminu í litlar doppur. Rífið Egilsstaðafetann í litla bita og setjið hann, ásamt lauknum í laufum ofan á allt saman. Sáldrið í lokin söxuðum einiberjunum yfir og skreytið réttinn með ferskum jurtum, til dæmis ferskum kerfli, fáfnisgrasi og dilli. Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Á hinum hefðbundna matseðli VOX á Hilton Hóteli við Suðurlandsbraut er þessi ferski réttur. Uppskriftin er ætluð fjórum. Hráefni:250 g fínt skorinn lambahryggvöðvi40 g Egilsstaðafeti4 msk. krækiber2 msk. bláber3 stk. sýrður, rauður perlulaukur 1 tsk. fersk, græn einiber, söxuð1 msk. fínsaxaðir skalottlaukar1 stk. egg50 g ferskt fáfnisgras250 g hlutlaus olíasvartur pipar og salt Fáfnisgraskrem: Sjóðið eggið í söltu vatni í fjórar mínútur, kælið og fjarlægið skurnina. Setjið eggið í matvinnsluvél ásamt hálfri matskeið af ediki og fáfnisgrasinu. Hellið olíunni rólega saman við þar til útkoman er hæfilega þykk. Sýrður perlulaukur: Forsjóðið laukana í söltu vatni í 40 til 60 sekúndur og færið þá yfir í klakabað. Skerið þá síðan í helminga og hellið heitum edikleginum yfir. Gott er að nota ílát með loki. Ediklögur: Setjið 1/2 dl vatn, 1/2 dl sykur, 1 dl borðedik saman í pott og komið upp suðu. Samsetning réttar: Blandið lambakjötinu saman við 1-2 matskeiðar af olíu og skalottlaukinn, smakkið til með salti og pipar, mótið í hring á miðjum disknum. Setjið krækiberin og bláberin jafnt yfir kjötið og sprautið kreminu í litlar doppur. Rífið Egilsstaðafetann í litla bita og setjið hann, ásamt lauknum í laufum ofan á allt saman. Sáldrið í lokin söxuðum einiberjunum yfir og skreytið réttinn með ferskum jurtum, til dæmis ferskum kerfli, fáfnisgrasi og dilli.
Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira