Bragðlaus kokkteill hjá Statham Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. mars 2011 06:00 Bíó The Mechanic Leikstjóri: Simon West Aðalhlutverk: Jason Statham, Ben Foster, Donald Sutherland, Tony Goldwyn. Jason Statham er mistækur. Hann er aldrei betri en myndirnar sem hann leikur í, ólíkt leikurum sem tekst að vera skemmtilegir í jafnvel hundómerkilegum myndum. Harðhausinn Arnold Schwarzenegger er gott dæmi um slíkan leikara. Það er ekki vegna þess að hann er svo frábær leikari, heldur vegna þess að hann hefur sterka og skemmtilega nærveru sem er algjörlega óháð gæðum myndanna. Þrátt fyrir þetta skulum við ekki minnast einu orði á Batman & Robin. The Mechanic er rólegri en margar myndir Stathams. Galsi mynda á borð við The Transporter og Crank er fjarri góðu gamni en þess í stað er reynt að skapa hæga og stígandi spennu. Titilpersónan er leigumorðingi sem er svikinn af samsteypunni sem hann vinnur fyrir. Einfalt plott, hefur verið notað þúsund sinnum áður, og virkar stundum og stundum ekki. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að það virkar ekki í þetta skiptið. Jason Statham þarf öflugra handrit og fyndnari línur til að vera ekki leiðinlegur. Léttur húmor liggur vel fyrir honum, en þegar húmorinn vantar er hann eins og stirðbusalegur launsonur Bills Pullman og Davids Duchovny. „Leigumorðingi í hefndarhug"-plottið er vissulega klassískt en til að gera það skemmtilegt þurfa að vera á því ófyrirsjáanlegir vinklar. Þeir eru ekki til staðar hér og áhorfandinn er ávallt tíu mínútum á undan myndinni. Illmennið er litlaust og ósannfærandi. Áhorfandinn þarf að fyrirlíta illmennið jafn mikið og það elskar hetjuna. Þessar sterku tilfinningar er hvergi að finna í The Mechanic. Hasarmyndir geta verið svo skemmtilegar. Hafi maður fjárráð og hæfileika eru manni engin takmörk sett og því er undarlegt að eyða púðri í jafn bragðlausan kokkteil og þessa mynd. Simon West (leikstjóri myndarinnar) gerði til dæmis hina fáránlegu en stórskemmtilegu Con Air. Hann á að geta miklu betur en The Mechanic. Niðurstaða: Hasarmyndir nútímans eru flestar í stjórnlausum og þreytandi rallígír. The Mechanic er gamall karl á Volvo með stóðið á eftir sér. Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bíó The Mechanic Leikstjóri: Simon West Aðalhlutverk: Jason Statham, Ben Foster, Donald Sutherland, Tony Goldwyn. Jason Statham er mistækur. Hann er aldrei betri en myndirnar sem hann leikur í, ólíkt leikurum sem tekst að vera skemmtilegir í jafnvel hundómerkilegum myndum. Harðhausinn Arnold Schwarzenegger er gott dæmi um slíkan leikara. Það er ekki vegna þess að hann er svo frábær leikari, heldur vegna þess að hann hefur sterka og skemmtilega nærveru sem er algjörlega óháð gæðum myndanna. Þrátt fyrir þetta skulum við ekki minnast einu orði á Batman & Robin. The Mechanic er rólegri en margar myndir Stathams. Galsi mynda á borð við The Transporter og Crank er fjarri góðu gamni en þess í stað er reynt að skapa hæga og stígandi spennu. Titilpersónan er leigumorðingi sem er svikinn af samsteypunni sem hann vinnur fyrir. Einfalt plott, hefur verið notað þúsund sinnum áður, og virkar stundum og stundum ekki. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að það virkar ekki í þetta skiptið. Jason Statham þarf öflugra handrit og fyndnari línur til að vera ekki leiðinlegur. Léttur húmor liggur vel fyrir honum, en þegar húmorinn vantar er hann eins og stirðbusalegur launsonur Bills Pullman og Davids Duchovny. „Leigumorðingi í hefndarhug"-plottið er vissulega klassískt en til að gera það skemmtilegt þurfa að vera á því ófyrirsjáanlegir vinklar. Þeir eru ekki til staðar hér og áhorfandinn er ávallt tíu mínútum á undan myndinni. Illmennið er litlaust og ósannfærandi. Áhorfandinn þarf að fyrirlíta illmennið jafn mikið og það elskar hetjuna. Þessar sterku tilfinningar er hvergi að finna í The Mechanic. Hasarmyndir geta verið svo skemmtilegar. Hafi maður fjárráð og hæfileika eru manni engin takmörk sett og því er undarlegt að eyða púðri í jafn bragðlausan kokkteil og þessa mynd. Simon West (leikstjóri myndarinnar) gerði til dæmis hina fáránlegu en stórskemmtilegu Con Air. Hann á að geta miklu betur en The Mechanic. Niðurstaða: Hasarmyndir nútímans eru flestar í stjórnlausum og þreytandi rallígír. The Mechanic er gamall karl á Volvo með stóðið á eftir sér.
Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira