Áferðarfalleg og snotur mynd Roald Eyvindsson skrifar 4. mars 2011 06:00 Kvikmyndir Okkar eigin Osló Leikstjóri: Reynir Lyngdal Aðalleikarar: Þorsteinn Guðmundsson og Brynhildur Guðjónsdóttir. Tvær ókunnugar manneskjur eiga í stuttu ástarævintýri í erlendri stórborg og ákveða að stofna til nánari kynna eftir heimkomu til Íslands. En þolir sambandið þrúgandi sumarbústaðarferð til Þingvalla og í meira lagi afskiptasama fjölskyldu sem líst misvel á ráðahaginn? Á þessa leið er söguþráður kvikmyndarinnar Okkar eigin Osló, sem segir á gamansaman hátt frá kynnum bankastarfsmannsins og einstæðu móðurinnar Vilborgar og verkfræðingsins Haraldar, sem virðast algjörar andstæður. Haraldur er viðfelldinn náungi sem reynir um of að þóknast öðrum á eigin kostnað. Fjölskyldubústaðurinn á Þingvöllum, sem skötuhjúin verja helgi í, er lýsandi fyrir þá glansmynd sem hann vill gefa af sér en er í raun minnisvarði um æsku í skugga alkóhólisma og eineltis og óbreytt innbúið til marks um staðnað líf hans. Þorsteinn Guðmundsson túlkar Harald af mikilli næmni; tilraunir til að fela vonbrigðin með þá stefnu sem líf hans hefur tekið, og uppsafnaða gremju sem stigmagnast upp í skapstyggð og eftirminnilegt bræðikast. Í örvæntingafullri tilraun til að öðlast ást Vilborgar og von um lífshamingju sýnir Þorsteinn vel hversu brjóstumkennanlegur Haraldur er og nær að vekja samúð áhorfandans. Brynhildur Guðjónsdóttir á líka hrós skilið fyrir túlkun sína á Vilborgu sem umturnar lífi Haraldar svo um munar. Vilborg er ólíkindatól sem sveiflast, kannski fullmikið, milli þess að vera afslöppuð og skemmtilega kaldhæðin í að vera bölsýnismanneskja af verstu sort. Brynhildur sýnir vel vald og veikleika Vilborgar en geldur fyrir óheilsteypta og fremur ótrúverðuga persónu af hálfu handritshöfundar. Handritið er helsti galli myndarinnar, því þótt söguþráðurinn haldi sér vel út í gegn er sumt vanhugsað; „afglöp" Vilborgar í starfi leysast til dæmis of einfaldlega. Þá er myndin rislítil og lítið fer fyrir neistanum milli persónanna tveggja sem ætti að vera helsti drifkraftur hennar. Hlutirnir ganga líka svolítið hratt fyrir sig í lokin sem eru nokkuð opin til túlkunar, þótt innst inni voni maður auðvitað að allt saman fari á besta veg. Vel skrifuð og oft skondin samtöl, bjarga miklu í meðförum góðs, samstillts leikarahóps. Þar ber auk Þorsteins og Brynhildar helst að geta fjölskyldunnar sem tekst nánast að eyðileggja helgina fyrir skötuhjúunum. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þórhallur Sigurðsson kitla hláturtaugarnar sem móðir Haraldar og „vinur" hennar. María Heba Þorkelsdóttir er sannfærandi sem þroskahömluð systir Haraldar og líka Valgeir G. Skagfjörð sem feiminn sonur Vilborgar. Ekki má gleyma Hilmi Snæ Guðnasyni sem kemur vel til skila vanmáttarkennd fyrrverandi eiginmannsins, lúsers af þeirri sort sem er í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum, hér á hliðarlínunni sem betur fer. Myndin er áferðarfalleg, Osló-senurnar draumkenndar og í hrópandi mótsögn við gráan hversdagsleikann heima á Íslandi – rétt eins og áhorfandinn er minntur á með endurlitum parsins í seinni hálfleik. Leikstjórinn Reynir Lyngdal á að baki farsælan feril í kvikmynda- og auglýsingargerð. Okkar eigin Osló er fyrsta mynd hans í fullri lengd og góður vitnisburður um þá hæfileika sem hann hefur sannarlega að geyma. Niðurstaða: Ágætis gamanmynd en líður fyrir brokkgengan söguþráð. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir Okkar eigin Osló Leikstjóri: Reynir Lyngdal Aðalleikarar: Þorsteinn Guðmundsson og Brynhildur Guðjónsdóttir. Tvær ókunnugar manneskjur eiga í stuttu ástarævintýri í erlendri stórborg og ákveða að stofna til nánari kynna eftir heimkomu til Íslands. En þolir sambandið þrúgandi sumarbústaðarferð til Þingvalla og í meira lagi afskiptasama fjölskyldu sem líst misvel á ráðahaginn? Á þessa leið er söguþráður kvikmyndarinnar Okkar eigin Osló, sem segir á gamansaman hátt frá kynnum bankastarfsmannsins og einstæðu móðurinnar Vilborgar og verkfræðingsins Haraldar, sem virðast algjörar andstæður. Haraldur er viðfelldinn náungi sem reynir um of að þóknast öðrum á eigin kostnað. Fjölskyldubústaðurinn á Þingvöllum, sem skötuhjúin verja helgi í, er lýsandi fyrir þá glansmynd sem hann vill gefa af sér en er í raun minnisvarði um æsku í skugga alkóhólisma og eineltis og óbreytt innbúið til marks um staðnað líf hans. Þorsteinn Guðmundsson túlkar Harald af mikilli næmni; tilraunir til að fela vonbrigðin með þá stefnu sem líf hans hefur tekið, og uppsafnaða gremju sem stigmagnast upp í skapstyggð og eftirminnilegt bræðikast. Í örvæntingafullri tilraun til að öðlast ást Vilborgar og von um lífshamingju sýnir Þorsteinn vel hversu brjóstumkennanlegur Haraldur er og nær að vekja samúð áhorfandans. Brynhildur Guðjónsdóttir á líka hrós skilið fyrir túlkun sína á Vilborgu sem umturnar lífi Haraldar svo um munar. Vilborg er ólíkindatól sem sveiflast, kannski fullmikið, milli þess að vera afslöppuð og skemmtilega kaldhæðin í að vera bölsýnismanneskja af verstu sort. Brynhildur sýnir vel vald og veikleika Vilborgar en geldur fyrir óheilsteypta og fremur ótrúverðuga persónu af hálfu handritshöfundar. Handritið er helsti galli myndarinnar, því þótt söguþráðurinn haldi sér vel út í gegn er sumt vanhugsað; „afglöp" Vilborgar í starfi leysast til dæmis of einfaldlega. Þá er myndin rislítil og lítið fer fyrir neistanum milli persónanna tveggja sem ætti að vera helsti drifkraftur hennar. Hlutirnir ganga líka svolítið hratt fyrir sig í lokin sem eru nokkuð opin til túlkunar, þótt innst inni voni maður auðvitað að allt saman fari á besta veg. Vel skrifuð og oft skondin samtöl, bjarga miklu í meðförum góðs, samstillts leikarahóps. Þar ber auk Þorsteins og Brynhildar helst að geta fjölskyldunnar sem tekst nánast að eyðileggja helgina fyrir skötuhjúunum. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þórhallur Sigurðsson kitla hláturtaugarnar sem móðir Haraldar og „vinur" hennar. María Heba Þorkelsdóttir er sannfærandi sem þroskahömluð systir Haraldar og líka Valgeir G. Skagfjörð sem feiminn sonur Vilborgar. Ekki má gleyma Hilmi Snæ Guðnasyni sem kemur vel til skila vanmáttarkennd fyrrverandi eiginmannsins, lúsers af þeirri sort sem er í sérstöku uppáhaldi hjá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum, hér á hliðarlínunni sem betur fer. Myndin er áferðarfalleg, Osló-senurnar draumkenndar og í hrópandi mótsögn við gráan hversdagsleikann heima á Íslandi – rétt eins og áhorfandinn er minntur á með endurlitum parsins í seinni hálfleik. Leikstjórinn Reynir Lyngdal á að baki farsælan feril í kvikmynda- og auglýsingargerð. Okkar eigin Osló er fyrsta mynd hans í fullri lengd og góður vitnisburður um þá hæfileika sem hann hefur sannarlega að geyma. Niðurstaða: Ágætis gamanmynd en líður fyrir brokkgengan söguþráð.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira