Efasemdir um kjarnorku fá byr undir báða vængi á ný 15. mars 2011 05:45 Sprengingin í kjarnaofni 3 Sprengingar hafa orðið í tveimur kjarnaofnum í Fukushima. nordicphotos/AFP Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. Bæði þýsk og svissnesk stjórnvöld hafa, í ljósi atburðanna í Japan, frestað öllum ákvörðunum um frekari uppbyggingu kjarnorkuvera. Í Frakklandi og Bandaríkjunum hefur umræðan um kjarnorkuver einnig breyst skyndilega í ljósi nýjustu atburða. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur slysið í Fukushima einnig kynt undir gagnrýni á kjarnorkustefnu stjórnvalda. Sérfræðingar telja reyndar litlar sem engar líkur á því að slysið og mengunin verði af sömu stærðargráðu og í Tsjernóbyl árið 1986 þegar geislamengun barst yfir stór svæði í Sovétríkjunum og Evrópu og kostaði tugi manna lífið auk þess að hafa skelfileg áhrif á heilsufar fjölda fólks í næsta nágrenni og jafnvel víðar. Nær sé að bera slysið í Fukushima saman við kjarnorkuslysið á Three Mile Island í Bandaríkjunum árið 1979, enda hafi orsökin þá verið svipuð: bilun í kælikerfi. Kjarnaofnarnir í Tsjernóbyl hafi auk þess verið allt annarrar gerðar en ofnarnir í Fukushima og öryggisatriði ekki í jafn góðu lagi. Í Japan eru nú starfrækt 54 kjarnorkuver. Frá þeim koma 30 prósent af allri raforku, sem notuð er í landinu. Áform hafa verið um að auka þessa hlutdeild upp í 40 prósent á næstu árum, en vera má að þau áform verði nú endurskoðuð. Kjarnorkuverið í Fukushima var tekið í notkun árið 1966. Þar eru nú starfræktir sex kjarnaofnar, en tveir í viðbót eru í smíðum. Af ofnunum sex voru þrír í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir en hinir þrír voru ekki í notkun vegna viðhaldsvinnu. Yukio Edano, talsmaður japönsku stjórnarinnar, sagði síðdegis í gær að allt benti til þess að eldsneytisstangirnar í öllum þremur kjarnaofnunum væru byrjaðar að bráðna. Hve alvarlegt það verður fer eftir því hve vel gengur að kæla niður ofnana. Kælikerfi ofnanna þriggja eyðilagðist í jarðskjálftanum. Brugðið var á það ráð að dæla sjó inn á ofnana til að kæla þá, sem hefur dregið úr hættunni en þó gengið brösuglega. Sprenging varð í kjarnaofni númer 1 á laugardag, síðan í ofni númer 3 í gær og veruleg hætta virtist á sprengingu í þeim þriðja, ofni númer 2. „Tekist hefur að ná að minnsta kosti einhverjum stöðugleika í bili í ofnum 1 og 3,“ sagði Ryohei Shiomi frá kjarnorku- og iðnstofnun Japans í gær. „Öll okkar athygli og allt okkar starf beinist nú að ofni 2.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. Bæði þýsk og svissnesk stjórnvöld hafa, í ljósi atburðanna í Japan, frestað öllum ákvörðunum um frekari uppbyggingu kjarnorkuvera. Í Frakklandi og Bandaríkjunum hefur umræðan um kjarnorkuver einnig breyst skyndilega í ljósi nýjustu atburða. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur slysið í Fukushima einnig kynt undir gagnrýni á kjarnorkustefnu stjórnvalda. Sérfræðingar telja reyndar litlar sem engar líkur á því að slysið og mengunin verði af sömu stærðargráðu og í Tsjernóbyl árið 1986 þegar geislamengun barst yfir stór svæði í Sovétríkjunum og Evrópu og kostaði tugi manna lífið auk þess að hafa skelfileg áhrif á heilsufar fjölda fólks í næsta nágrenni og jafnvel víðar. Nær sé að bera slysið í Fukushima saman við kjarnorkuslysið á Three Mile Island í Bandaríkjunum árið 1979, enda hafi orsökin þá verið svipuð: bilun í kælikerfi. Kjarnaofnarnir í Tsjernóbyl hafi auk þess verið allt annarrar gerðar en ofnarnir í Fukushima og öryggisatriði ekki í jafn góðu lagi. Í Japan eru nú starfrækt 54 kjarnorkuver. Frá þeim koma 30 prósent af allri raforku, sem notuð er í landinu. Áform hafa verið um að auka þessa hlutdeild upp í 40 prósent á næstu árum, en vera má að þau áform verði nú endurskoðuð. Kjarnorkuverið í Fukushima var tekið í notkun árið 1966. Þar eru nú starfræktir sex kjarnaofnar, en tveir í viðbót eru í smíðum. Af ofnunum sex voru þrír í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir en hinir þrír voru ekki í notkun vegna viðhaldsvinnu. Yukio Edano, talsmaður japönsku stjórnarinnar, sagði síðdegis í gær að allt benti til þess að eldsneytisstangirnar í öllum þremur kjarnaofnunum væru byrjaðar að bráðna. Hve alvarlegt það verður fer eftir því hve vel gengur að kæla niður ofnana. Kælikerfi ofnanna þriggja eyðilagðist í jarðskjálftanum. Brugðið var á það ráð að dæla sjó inn á ofnana til að kæla þá, sem hefur dregið úr hættunni en þó gengið brösuglega. Sprenging varð í kjarnaofni númer 1 á laugardag, síðan í ofni númer 3 í gær og veruleg hætta virtist á sprengingu í þeim þriðja, ofni númer 2. „Tekist hefur að ná að minnsta kosti einhverjum stöðugleika í bili í ofnum 1 og 3,“ sagði Ryohei Shiomi frá kjarnorku- og iðnstofnun Japans í gær. „Öll okkar athygli og allt okkar starf beinist nú að ofni 2.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira