Rukka í göng uns kostnaði er öllum náð 15. mars 2011 06:30 Göngin undir Vaðlaheiði eiga að vera 7,5 kílómetrar og stytta leiðina úr Eyjafirði yfir í Fnjóskadal, og þar með hringveginn, um sextán kílómetra. Þau eiga að vera tilbúin í árslok 2014. „Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
„Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira